Svíapoppið búið. Það var jafn gott og digital myndavélin mín er léleg. Langt síðan ég upplifði jafn mikla gleði samanþjappaða í einu húsi. Jafnvel hörðustu Brooklyn-ítar gáfu sig, brostu hringinn og dönsuðu af sér alla skanka. Svíarnir sem voru að spila sína lokatónleika á þessu ferðalagi voru svei mér þá hátt upp í 30 manns upp á sviði.
Það fer að líða að lokum af Tribeca. Ég var svo lánsamur að fá að taka í spaðann á Dennis Hopper sem stakk óvænt inn hausnum á sýningu á Night Tide. Einni af fyrstu myndum Hopper. Það fer að líta út fyrir það að ég sé kominn í Blue Velvet þema. Isabella og Dennis búin. David Lynch, Laura Dern, Kyle McClachan og Angelo Badalamenti eftir, þá er þetta komið.
Thursday, May 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment