Saturday, May 3, 2008

Hátíðnipopp "vie france"

Laugardagskveld í East Village.
Kveldið verður tekið með electropoppi alla leið. Var að komast að því að Adam á miða á Yelle tónleika í kveld. Sem væri kannski ekki merkilegt fyrir utan að ég hef verið að hlusta á hana síðastliðna viku án þess að vita að hún væri að fara spila hér í bæ.
Ég hef semsagt nokkrar klukkustundir til þess að ná tökum á dansstílnum í myndbandinu hennar.
--------- STÆRRI FRÉTTIR -----------

Talsmenn Tom Waits voru að gefa út tilkynningu um blaðamannafund á mánudaginn næstkomandi. Ef hann er að fara að spila einhversstaðar í USA meðan ég er á svæðinu þá er það roadtrip. Frekari upplýsingar á mánudaginn.
Ég vill líka óska Blikum til hamingju með sigurinn í dag.
Allt sem er grænt, grænt...Smellið á myndina til þess að fá frekari upplýsingar

2 comments:

Unknown said...

Ha ha vá! þessi dans er svakalegur!

Anonymous said...

Sæll Frændi
Gaman að lesa frá þér
úr hundrað og einum er aðalega
lekt þak, verkefna og próf súpa í skóla, en fer þó að styttast í 2 mánaða fæðingarorlof, sem verður blanda af ferðalögum og hangsi fyrir vestan , eða þannig er draumaplanið, ég vona allavegana að ég eiði ekki sumrinu með kítistúpu uppi á þaki,hehe en ég á víst að vera að læra ,allavegana bestu kveðjur
Jón Jón Jón von Snæfelsnes