Monday, October 27, 2008

Det Snurrar I Min Skalle


Eftir að hafa rekist á þetta hjá þeim kumpánum í topp fimm á föstudegi varð ég að henda þessu inn. Taumlaus gleði og öflugt vídeó...

Annars er bara undirbúningur fyrir Halloween á föstudaginn, NYC Maraþon partý á sunnudaginn og ekki má gleyma Birgi Páll Auðunnsyni sem er að detta í heimsókn um helgina ásamt Sunnu.

Allt í allt virðist allt vera á fleygiferð.

Sunday, October 26, 2008

Tuesday, October 21, 2008

Build-O-Bama

Maður er kannski orðinn full mikil "Bama" sleikja hérna en ég varð að leggja þetta inn.

Final from Jeffm on Vimeo.

Sunday, October 19, 2008

Íslenskum pólítíkusum er kannski viðbjargandi?

"Össur Skarphéðinnsson iðnaðarráðherra sagði að hið nýja Ísland sem nú muni rísa muni verða töluvert öðru vísi en það sem var. Þar verði græn hátækni miklu mikilvægari en áður". mbl.is

Einmitt þegar maður var viss um að nú yrði allt virkjað sem hægt sé að virkja á þessum kletti. Þeir eru víst ekki allir gegnsósa hálfvitar.

En sjáum til....

Saturday, October 18, 2008

18 ár...


Einhvernveginn verður það erfiðara og erfiðara að skammast út í Kuyt. Vinnusamasti leikmaðurinn við Mersey. Gaman að sjá Liverpool vera að vinna leiki þar sem þeir lenda undir. Þeir hafa engan veginn verið í þeim gírnum síðastliðinn ár.

Annars verður einhver að gefa mér upp slóð þar sem ég get horft á leikina í beinni á netinu. Ég get ekki verið að vakna eldsnemma og taka á mig klukkutíma ferðalag til þess að horfa á leikina(kannski þegar þeir eru svona). Einhver?.....

Friday, October 17, 2008

Klukk tíu x fjórir

Magnea sá víst um að klukka mig með nokkrum vel völdum spurningum.
Maður á víst ekki að venja sig að segja nei við hana...

Þannig að...
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Umönnun á Kópavogshæli
- Skúrað í Viðeyarstofu
- Busboy á skuggabarnum
- Í fullu starfi við að keyra á hjá bæjarvinnu Kópavogs

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
- Sódóma Reykjavík
- Englar Alheimsins
- Nói Albinói
- 101 Reykjavík

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- West side of K.
- Mín glæstu heimkynni á Háteigsvegi
- Lyngby (Danmörku)
- Brooklyn

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Portúgal
- Liverpool (Bretland)
- Landskrone (Svíþjóð)
- New York

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Its Always Sunny in Philadelphia
- Arrested Development
- New York City Soundtracks
- The Wire

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
- mbl.is
- ffffound.com
- brooklynvegan.com
- ohmyrockness.com

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:
- Sushi (af öllum stærðum og gerðum)
- Almennileg kjötsúpa (fyrir kreppuna)
- Hvað sem er á matseðlinum hverju sinni hjá Marlow & Son
- Kjúklingarétturinn hennar mömmu

8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:
- Hundrað ára einsemd
- Last Exit to Brooklyn
- New York Times
- Not For Tourists (New York)

9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
- Handan við hornið á þessari kreppu
- Í faðmi fjölskyldunar
- Týndur í heiminum með bakpoka á bakinu og margra mánaða ferðalag í sjóndeildarhringnum
- Undir stýri við akstur þvert yfir bandaríkin (áætlað 6 vikna plan í lok dvalar minnar í ríki Obama, vor 2010. Áhugasamir skrái sig hér fyrir neðan)

10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:
- Bloggarinn sem lætur okkur hin líta út eins og óskrifandi bjána - Lygi Xela
- Siggi & Sól
- Séra Flame (reisa þennan úr gröfinni)
- Vignir Rafn

Vill síðan enda á nokkrum auglýsingum úr herferð sem fyrirtækið mitt var að pússla saman fyrir kosningaherferð Obama.
Mac vs. PC auglýsingarnar yfirfærðar á McCain og Obama

The Fundamentals of the Economy from Vote Bama on Vimeo.

Lobbyist for McCain from Vote Bama on Vimeo.

Suspension from Vote Bama on Vimeo.
votebama.com

Njótið vel.....

Thursday, October 16, 2008

Joe plumber



Forsetakosningaherferðin eru í fullum þunga. Ástandið hér í New York er svolítið hlutdrægt fyrir herra Obama og verð ég að segja það að það væri gaman að fá nokkra Rebúblikana inn í umræðuna í kringum sig hérna. Hleypa smá lífi í umræðuna. Frekar líflaust þegar allir eru gegvænlega sammála.

Annars er ég bara að bíða að við komumst í öryggisráðið. Það mun beina okkur á hina beinu og réttu braut í hinum síðustu og verstu...

Annars er áhugavert hvað verðmætamatið hjá manni hefur breyst síðustu vikurnar. Maður blikkar ekki Við að heyra að við höfum eytt kvartmilljarð í kosningaherferð fyrir öryggisráðið, finnst að við hefðum auðveldlega getað eytt þeim mun meira í þá gleði. Nóg var af milljörðunum í gangi nú bara fyrir nokkrum vikum síðan.

Jæja krakkar...

Friday, October 10, 2008

Nýlentur í heimsborginni

Legit, nýlentur og kominn í bólakaf með lungun full af lofti í borginni sem aldrei sefur. Fyrsta stopp var kveldstund með Beck Hansen. Helvíti ánægður með að hafa komist á þessa blessaða tónleika. Get strikað hann af listanum. Húsnæðið var gullfallegt en út í rassgati. United Palace var lengst uppá 175 stræti. MGMT hitaði upp og voru mjög þéttir. Sumir vilja meina að þeir hafi verið betri en Beck. Ég vill blása á það. Beck tók við og var keyrslan á honum gríðarleg. Eins og sést á settlistanum þá hljóp hann nokkuð vel yfir ferilinn, auðvitað voru nokkur lög sem maður hefði viljað fá en á það ekki að vera þannig.

Hérna er settlistinn:

Loser
Nausea
Girl
Timebomb
Minus
Soul of a Man
Mixed Bizness
Nicotine & Gravy
Que Onda Guero
Ghettochip Malfunction/Shake Shake Tambourine/Clap Hands
Devils Haircut
Think I'm in Love
Modern Guilt
Orphans
Walls
Missing
Chemtrails
Golden Age
Lost Cause
Where It's At

Uppklapp:
Gamma Ray
Leopard-Skin Pill-Box Hat
new song
E-Pro



meira seinna....

Tuesday, October 7, 2008

Komradinn kveður

Kaninn hefur loksins tekið við sér og ákveðið að samþykkja mig sem vinnuhest fyrir hið fallandi kapítalíska stórveldi. Stórfurðulegt miðað við að maður er sama sem kominn með rússneskt ríkisfang. Á pappírum er ég með leyfi til þess að þjösnast í vinnu hjá þeim næstu 18 mánuði. Tek því fagnandi að flýja klakann og fá borgað í dollurum. Sjáum til hversu lengi það mun endast.

Fyrsta sem verður gert við lendingu í eplinu verður að sjá komrad Beck í Harlem...

Flýg miðvikudaginn 8 október út. Bið að heilsa öllum og þakka fyrir dvölina og góða tíma. Verð á Kársnesbrautinni í faðmi fjölskyldunnar á þriðjudagskveldið ef einhverjir vilja stinga inn hausnum.

Ef ekki þá sjáumst við samt allavega vorið 2010.