Tuesday, March 31, 2009

1 ár sem nýbúi

Í dag er nákvæmlega 1 ár síðan ég lenti á JFK og byrjaði að fálma mig um í New York.
Borgin hefur farið mjúkum höndum um mig og er skemmtileg tilviljun að mitt fyrirtæki (East Pleasant) vann í fyrradag 5 NYC Emmys. Vann ég þar eina styttu. Við vorum með 13 tilnefningar allt í allt en við unnum allar tilnefningarnar fyrir NYC Soundtracks.
Ég ásamt Aaron klipparadýri

Gleðin var rosaleg og var athöfnin á Marriot hótelinu á Times Square. Það er þó munur á NYC Emmy og hinum klassíska Emmy. Eins og nafnið gefur til kynna þá er NYC Emmy's lókal verðlaunahátið sem einbeitir sér að New York borg. Engin ástæða þó til þess að spila verðlaunin niður þar sem markaðurinn í NYC er í stærra lagi ;). Býst ég við styttunni sjálfri eftir 2 mánuði með nafninu mínu á henni.

Annars er það að frétta að á fimmtudaginn flýg ég til L.A. og mun dvelja þar í mánuð. Ástæðan fyrir flutningi mínum þangað er að fyrirtækið mitt er með útibú í L.A. og þeim vantar klippara til þess að klippa klukkutíma þátt. Verkefnið er "raunveruleikaþáttur" um 16 stelpur sem eru að berjast um sæti í strandblaks mótaröð. Það gerist ekki meira L.A. en það.

Er ég að vonast eftir því að geta leigt mér bíl í L.A. og keyra niður til San Fransico eina af helgunum sem ég er þarna.

Eftir mánaðarlanga dvöl mun ég svo fljúga til New York aftur þann 1. Maí. Sama dag og Hrefna og Ingvar lenda í New York þannig að lífið er tiltölulega ljúft þessa daganna.

Þangað til seinna...

Saturday, March 7, 2009

Laugardagur til gleði. . .

Pasta Partý

Föstudagskveldið tekið í pasta partý hjá Adam með nokkuð góðum árangri.





Friday, March 6, 2009

America


Til hamingju með afmælið, mamma...

Ég vildi bara nota tækifærið og óska mömmu minni til hamingju með afmælið...

Christian Laettner...

Var að klára þessa auglýsingu. Christian Laettner að gera góða hluti hérna.

Sumir muna kannski eftir Christian Laettner sem spilaði fyrir Minnesota Timberwolfes. Draftaður þriðji á eftir Shaq og Alonzo Mourning. Gat lítið í NBA en var álitin einn af bestu háskólaleikmönnum Bandaríkjanna.

Það er verið að gera grín að þessum endasekúndum. Sem er einn af frægari háskólaleikjum Bandaríkjana og Pitino var þjálfari hins liðsins á þeim tíma.

Fór svo í aðeins frekari gagnasöfnun og rakst á þennan gullmola. Draumaliðið 1992. Laettner í ekki leiðinlegum félagsskap.

Skil satt að segja ekki hvað hann er að gera þarna...

...Hvar er Larry "Grandma" Johnson?

Monday, March 2, 2009

Loksins almennilegur snjór...


Þrátt fyrir að ég var að vonast eftir vori þá var þetta þægilega óvænt.

Gott að sjá að við stóðum okkar plikkt of fengum loksins hvalveiðar almennilega í gegn!!!

Þekkir einhver einhvern sem hefur hag eða almennilega ástæðu fyrir því að fá þetta í gegn? Ekki geri ég það. En veiðarnar munu bjarga okkur úr þessari blessaðaðri kreppu því ekki munu Þjóðverjarnir gera það.

Bölvuð vitleysa.