Sunday, May 11, 2008

Búrma, sjálfboðavinna og Houston, Texas

Sjálfboðavinna virðist vera mitt nýja mantra.
Ekki nóg með að fá sama sem ekkert borgað fyrir erfiði mitt þegar ég loks fæ borgað. Þá legg ég mig fram við að koma mér í aðstöðu þar sem umbun erfiðis míns verður ómögulega talið í krónum(þessu tilfelli dollurum). Ég get samt ekki neitað því að ég hef haft gaman að því að vinna fyrir Publicolor, Tribeca og nú síðast "local" bændamarkaðinn í Fort Greene.

Það gæti nú verið að eitthvað komi upp úr sjálfboðavinnu minni á Tribeca kvikmyndahátíðinni annað en að hitta crewið úr Blue Velvet. Ég útdeildi viðskiptakorti mínu á nokkra einstaklinga á Tribeca(Já þið lásuð rétt, ég er með "buisness cards" núna). Fékk símtal síðastliðin föstudag frá pródúsent sem var/er að gera heimildarmynd um Búrma/Myanmar og var með kamerukrew í Búrma þegar fellibylurinn lenti þar. Þannig að núna er hann að vinna í því að koma kamerukrewinu aftur til bandaríkjanna og honum vantar klippara ASAP. Frekar yfirþyrmandi stöff og maður er frekar hræddur við að fara í gegnum hráefnið ef maður fær giggið, en eins og maðurinn sagði "eins manns dauði..."

Svo fór ég líka í atvinnuviðtal hjá production fyrirtæki í SoHo þar sem þeim vantaði aðstoðarklippara. Kannski ekki draumagiggið hér í bæ en mundi styrkja mig í þeirri viðleitni að búa hérna.

Annars er ég í rannsóknarvinnu þessa daganna. Ég er að líta á að taka mér roadtrip til Houston, Texas til þess að sjá félaga minn Tom Waits spila þar seinnihluta júní. Hef hug á að keyra þangað á sem svo vikutíma sjá tónleikana og fljúga svo til baka. Maður hefur nokkra valmöguleika á að keyra þangað. Taka strandlengjuna eða keyra í gegnum small town USA. New Orleans er rétt hjá Houston þannig að maður mundi alltaf stoppa þar.

View Larger Map
Þannig að allir sem hafa áhuga á roadtrip í júní. Hafið samband :)

Talandi um Tom Waits, þá er ég að renna í gegnum "Anywhere I lay my head" nýja disknum hennar Scarlett Johannesen. Þar tekur hún cover lög af Tom Waits með að mér heyrist í gegnum fyrsta rennsli frekar döprum árangri.
"Scarlett"

"Minn maður Tom"



Annars mæli ég sterklega með að líta á fréttamannafundinn hjá Tom Waits. Þar sem hann tilkynnir væntanlega tónleikaferð sína.

3 comments:

Gummi said...

ROAD TRIP!!!

ég kemst ekki.

Úlfur said...

Verst með bílinn þinn. Nú myndi hann koma að góðum notum.
Sérhannaður fyrir gott roadtrip.

Anonymous said...

Dude - o - rama! Hvernig gengur? talaðirðu við einhverja sem ég benti þér á ? Sendu mér email og seg frá ... Hannes