
Það gæti nú verið að eitthvað komi upp úr sjálfboðavinnu minni á Tribeca kvikmyndahátíðinni annað en að hitta crewið úr Blue Velvet. Ég útdeildi viðskiptakorti mínu á nokkra einstaklinga á Tribeca(Já þið lásuð rétt, ég er með "buisness cards" núna). Fékk símtal síðastliðin föstudag frá pródúsent sem var/er að gera heimildarmynd um Búrma/Myanmar og var með kamerukrew í Búrma þegar fellibylurinn lenti þar. Þannig að núna er hann að vinna í því að koma kamerukrewinu aftur til bandaríkjanna og honum vantar klippara ASAP. Frekar yfirþyrmandi stöff og maður er frekar hræddur við að fara í gegnum hráefnið ef maður fær giggið, en eins og maðurinn sagði "eins manns dauði..."
Svo fór ég líka í atvinnuviðtal hjá production fyrirtæki í SoHo þar sem þeim vantaði aðstoðarklippara. Kannski ekki draumagiggið hér í bæ en mundi styrkja mig í þeirri viðleitni að búa hérna.
Annars er ég í rannsóknarvinnu þessa daganna. Ég er að líta á að taka mér roadtrip til Houston, Texas til þess að sjá félaga minn Tom Waits spila þar seinnihluta júní. Hef hug á að keyra þangað á sem svo vikutíma sjá tónleikana og fljúga svo til baka. Maður hefur nokkra valmöguleika á að keyra þangað. Taka strandlengjuna eða keyra í gegnum small town USA. New Orleans er rétt hjá Houston þannig að maður mundi alltaf stoppa þar.
View Larger Map
Þannig að allir sem hafa áhuga á roadtrip í júní. Hafið samband :)
Talandi um Tom Waits, þá er ég að renna í gegnum "Anywhere I lay my head" nýja disknum hennar Scarlett Johannesen. Þar tekur hún cover lög af Tom Waits með að mér heyrist í gegnum fyrsta rennsli frekar döprum árangri.
"Scarlett"
"Minn maður Tom"
Annars mæli ég sterklega með að líta á fréttamannafundinn hjá Tom Waits. Þar sem hann tilkynnir væntanlega tónleikaferð sína.
3 comments:
ROAD TRIP!!!
ég kemst ekki.
Verst með bílinn þinn. Nú myndi hann koma að góðum notum.
Sérhannaður fyrir gott roadtrip.
Dude - o - rama! Hvernig gengur? talaðirðu við einhverja sem ég benti þér á ? Sendu mér email og seg frá ... Hannes
Post a Comment