Wednesday, May 14, 2008

Gaman er hér í bæ...


Beirut - Nantes mp3 (hægri klikk fyrir niðurhal)
Var að koma höndum yfir miða á Beirut tónleika í Williamsburg. Zach Condon er upphaf og endir á þessari hljómsveit sem sver sig í ættir meistara Goran Bregovic. Platan "The Flying Club Cub" var á flestum árslistum í fyrra. Vinur minn Zach spilar á Ukulele, en hann getur ekki spilað á gítar sökum úlnliðsmeiðsla sem orsaka það að hann nær ekki almennilega utan um gítarhálsinn (Ég áætla allavega eitt ukulele comment frá Tomma núna:)). Ég er allavega gríðarlega hrifinn af nýjasta disknum þeirra.

Já og bæ þe vei. Ég er búin að finna fyrirtæki sem vill ráða mig og útvega mér atvinnuleyfi. Þannig að dvöl mín í Brooklyn virðist ætla að ílengjast.

Meira seinna...

8 comments:

Gummi said...

Gebbað! Til hamingju með vinnunna.
I got my fingers crossed for you buddy!

Unknown said...

Glæsilegt! Til hamingju eða GZ með bæði vinnu og dvalarleyfi :) gott kombó!

Úlfur said...

Djöfulsins argasta snilld ef þú redda r þér Green Card.
Til hamingju með það!

Unknown said...

Frábært!! alveg frábært!!!! Innilega til hamingju.. hlakka til að heyra meir :)

Tómas Beck said...

http://youtube.com/watch?v=UxCj2MO02AE

Talandi um ukulele, snilld og hamingju. Til lukku með góðu tíðindin.. margt hægt með Ukulele.... tala nú ekki um mörg þannig..

Anonymous said...

Hellú!
Rosalega er ég sáttur við árangur þinn þarna út. Hérna heima er þetta svoldið bara sama sagan. Nema hvað það er búið að flýta fæðingu litlu stelpunnar minnar til 26.maí. Þær mæðgur eru núna búnar að vera inná spítala í rúmar tvær vikur. Er það bara gert öryggisins vegna, fylgjan liggur fyrir og því er ekki venjuleg fæðing möguleg. Annars er ég að fara í sumarfrí í byrjun júní. Hvernig er það annars þarft þú þá ekki að koma heim í lok júní?
Farðu nú að Skypa mig og segja mér öll smáatriðin.

Kv.Friðjón

Anonymous said...

ekta hemmi frændi talandi um einhverjar hljómsveitir og bull og svo í lokin æjá ég er komin með grænakortið og vinnu þú ert snild
KV. gummi frændi

Anonymous said...

Hæ krúsímús.
Þetta er bara flott hjá þér og auðvita redda þeir græna kortinu í snatri, allavega fljótlega. Þú verður að vera nokkra mánuði í viðbót svo hægt sé að heimsækja þig með SS pylsur, malt og appelsín;-)
Kíktu í póstinn þinn og skoðaðu myndirnar af fataskápnum :) og veldu dressin.
Segðu strákunum að hafa samband svo ég viti hvernig ég á að pakka dótinu. Knús og klemm
uppáhaldsmamma þin, pabbi og Bella kisa
(Pétur, þetta með S-læðuna var frábært, skíri næstu kisu SLÆÐU ;) )