Hann karl faðir minn var að senda mér þessa mynd sem hann tók úr nýja eldhúsglugganum sínum. Alla jafna geta flestir verið sammála um að útsýnið úr eldhúsinu sé nú til batnaðar og eldhúsið sé af þeim sökum orðið betra en nýtt. Í þessu tilfelli verð ég að vera ósammála. Þessi mynd var tekinn nýverið þar sem laganna verðir voru að hnýsast á Kársnesbrautinni.
Fákurinn minn er að mér skilst kominn með rauðan miða og má því ekki vera keyrður nema beinustu leið í skoðun. Sem hann að mér skilst mun ekki eiga afturkvæmt.
Fyrsti bíllinn minn virðist því að hafa náð að þjóna mér í sirka 6 mánuði áður en hann kom sér fyrir á (að mér sýnist) sinni endastöð.
Djöfull og dauði!
Friday, May 9, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment