Sunday, May 17, 2009

Flutningar...


Heil og sæl öllsömul...

Ég hef ákveðið að færa mig um set á síðu sem ég hef hægara um vik að færslast.

Nýja staðsetningin er www.hermannhermann.tumblr.com

Sjáumstumstumstumst

Thursday, April 30, 2009

L.A. kvödd

Yfirmaður minn(Stash) leysti mig út með þessum glæsilega hatti

Mánaðardvöl mín í L.A. er nú að ljúka. Sá lítið meira en skrifstofuna. Þátturinn er þó kominn langleiðina með að klárast þannig að það er ljósi punkturinn í þessu öllu saman. Flug mitt til New York er eftir 9 tíma. Ætla ég mér að forðast þessa blessaða fuglaflensu. Annars er kaninn ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ég sé meira um flensuna á mbl.is en í kringum mig hérna.

Læt ykkur vita ef ég fæ flensuna

Saturday, April 25, 2009

í ruglinu...

Líf mitt þennann mánuðinn:

Kaffi,
Rauðvín,
Ávextir,
sígarettur,
Rugl langir vinnudagar og óheilbrigður skammtur af strandblaki.

Sunday, April 12, 2009

Dog Day Afternoon

Loksins fann ég mér herbergi/íbúð til að dveljast í meðan á dvöl minni í L.A. stendur. Það var orðið svolítið þreytt að gista í barnaherberginu hjá yfirmanni mínum. Fullkominn íbúð í 5 mínútna hjólreiðatúr frá vinnunni minni. Tel ég mig mjög heppinn að finna aðstöðu svona nálægt.
Stefnan er tekinn á grill og afslöppun næstu helgi í garðinum okkar.
John er félaginn sem ég leigi með. Hér er hann með Juleann sem ég leigi herbergið af. Hún hefur verið í Indlandi síðastliðið ár í leit að sjálfri sér eins og hún kallar það. Vonandi að það gangi upp :) John er afslappaður gaur og það sem meira er þá vinnur hann sem aðstoðarmaður fyrir Al Pacino. Þannig að ég mun vinna í því að næsta færsla verði með mér og Big Al eins og ég kalla hann þessa daganna.

Gledilega Paska

Monday, April 6, 2009

My hood

New York Times skrifaði grein um hverfið sem ég bý í. Ég fell ekki í flokkinn af svörtum íbúum sam búið hafa þarna í áratugi svo ég hlýt að flokkast í hvíta plebba fólkið sem mætir á svæðið og tekur yfir hverfið.

Hér er greinin

Leiðin mín til vinnu

Enn einn mánudagur til mæðu ;)

Sunday, April 5, 2009

Strandblak klipp í L.A.

Er lentur í L.A. og er kominn á fullt í að klippa klukkutíma þátt um strandblaks keppni kvenna. Það gerist ekki meira L.A. en það. Hérna eru tvær myndir af vinnuaðstöðunni minni. Mun henda inn fleiri myndum þegar líða tekur á.
sameiginlega svæðið. Við erum með þrjár klippisvítur og svo er annað fyrirtæki "Amber Music" sem sérhæfir sig í tónlist og hljóðmix fyrir sjónvarp.
Klippisvítan mín. Hér mun ég dvelja 75% af apríl mánuðinum.

Tuesday, March 31, 2009

1 ár sem nýbúi

Í dag er nákvæmlega 1 ár síðan ég lenti á JFK og byrjaði að fálma mig um í New York.
Borgin hefur farið mjúkum höndum um mig og er skemmtileg tilviljun að mitt fyrirtæki (East Pleasant) vann í fyrradag 5 NYC Emmys. Vann ég þar eina styttu. Við vorum með 13 tilnefningar allt í allt en við unnum allar tilnefningarnar fyrir NYC Soundtracks.
Ég ásamt Aaron klipparadýri

Gleðin var rosaleg og var athöfnin á Marriot hótelinu á Times Square. Það er þó munur á NYC Emmy og hinum klassíska Emmy. Eins og nafnið gefur til kynna þá er NYC Emmy's lókal verðlaunahátið sem einbeitir sér að New York borg. Engin ástæða þó til þess að spila verðlaunin niður þar sem markaðurinn í NYC er í stærra lagi ;). Býst ég við styttunni sjálfri eftir 2 mánuði með nafninu mínu á henni.

Annars er það að frétta að á fimmtudaginn flýg ég til L.A. og mun dvelja þar í mánuð. Ástæðan fyrir flutningi mínum þangað er að fyrirtækið mitt er með útibú í L.A. og þeim vantar klippara til þess að klippa klukkutíma þátt. Verkefnið er "raunveruleikaþáttur" um 16 stelpur sem eru að berjast um sæti í strandblaks mótaröð. Það gerist ekki meira L.A. en það.

Er ég að vonast eftir því að geta leigt mér bíl í L.A. og keyra niður til San Fransico eina af helgunum sem ég er þarna.

Eftir mánaðarlanga dvöl mun ég svo fljúga til New York aftur þann 1. Maí. Sama dag og Hrefna og Ingvar lenda í New York þannig að lífið er tiltölulega ljúft þessa daganna.

Þangað til seinna...

Saturday, March 7, 2009

Laugardagur til gleði. . .

Pasta Partý

Föstudagskveldið tekið í pasta partý hjá Adam með nokkuð góðum árangri.





Friday, March 6, 2009

America


Til hamingju með afmælið, mamma...

Ég vildi bara nota tækifærið og óska mömmu minni til hamingju með afmælið...

Christian Laettner...

Var að klára þessa auglýsingu. Christian Laettner að gera góða hluti hérna.

Sumir muna kannski eftir Christian Laettner sem spilaði fyrir Minnesota Timberwolfes. Draftaður þriðji á eftir Shaq og Alonzo Mourning. Gat lítið í NBA en var álitin einn af bestu háskólaleikmönnum Bandaríkjanna.

Það er verið að gera grín að þessum endasekúndum. Sem er einn af frægari háskólaleikjum Bandaríkjana og Pitino var þjálfari hins liðsins á þeim tíma.

Fór svo í aðeins frekari gagnasöfnun og rakst á þennan gullmola. Draumaliðið 1992. Laettner í ekki leiðinlegum félagsskap.

Skil satt að segja ekki hvað hann er að gera þarna...

...Hvar er Larry "Grandma" Johnson?

Monday, March 2, 2009

Loksins almennilegur snjór...


Þrátt fyrir að ég var að vonast eftir vori þá var þetta þægilega óvænt.

Gott að sjá að við stóðum okkar plikkt of fengum loksins hvalveiðar almennilega í gegn!!!

Þekkir einhver einhvern sem hefur hag eða almennilega ástæðu fyrir því að fá þetta í gegn? Ekki geri ég það. En veiðarnar munu bjarga okkur úr þessari blessaðaðri kreppu því ekki munu Þjóðverjarnir gera það.

Bölvuð vitleysa.

Saturday, February 28, 2009

Fært sig um set..

Laugardagurinn fór í að flytja þær fáu eigur sem maður hefur hér, frá einu herbergi í annað....
Nú er ég kominn í minnsta svefnherbergi sem ég hef haft(er þó með auka herbergi).
Chicken passaði sig upp á að allt gengi vel...

Wednesday, February 11, 2009

Miðvikudagsbolti á Pier 41

Loksins var ég að finna fótbolta með almennilegum mörkum og ekki sakar útsýnið.
Boltinn er skipulagður af Aðdáendaklúbb Liverpool í Manhattan en þeir sem mæta eru mestmegnis bretar, írar og skotar sem styðja mestmegnis Liverpool en samt er allur gangur á því.

Boltinn og stemmingin er frábær og hef ég harðsperrurnar og blöðrurnar því til sönnunar.
Hef ég verið að spila bolta í Fort Green Park sem ég ágætis gleði. Mörkin samanstanda af fjórum keilum og boltinn eftir því. Mjög gaman að eyða helgareftirmiðdegi í þá gleði en sá bolti hefur aldrei verið almennilegur. Hér er linkur á nokkrar myndir úr þeim bolta. Þessar myndir eru af fyrsta boltanum í janúar.



Thursday, February 5, 2009

1/2 Bring the Noise....


Anthrax & Chuck D | NYC @ Red Bull Snowscrapers | Feb 5 2009 | Madhouse & Bring The Noise from UN:ART:IG on Vimeo.Beið í -8 gráðum í einn og hálfan tíma að bíða eftir Anthrax. Sá einhverja félaga taka nokkur stökk með misgáfulegum árangri.

Loksins steig svo Anthrax á svið. Vissi ekki hvort Chuck D mundi vera á svæðinu eður ei. Þóttist ég samt sjá hann baksviðs að horfa á Anthrax yfir fyrstu lögunum. Lendi í ansi stórum Moshpit sem ég komst úr heill húfi með fartölvuna mína á bakinu.

Eftir nokkur lög var Chuck D svo kynntur til sögunar og "Bring the Noise" fór á fullt skrið. Crowdið apeshittaði. Allir með tölu kunnu textann og Anthrax og Chuck saman voru mjög þéttir til að byrja með. Allt fjaraði síðan út þegar lagið var sirka hálfnað þá klúðraðist helmingurinn af hljóðnemunum þannig að þú heyrðir bara í trommunum í einum gítar. Allt fór í rúst og ég forðaði mér áður en crowdið tapaði sér. Þegar ég var að yfirgefa svæðið var kynnirinn vinsamlegast að biðja mergðina að hypja sig.

Þrátt fyrir bara hálft "bring the noise" vill ég meina að það hafi verið þess virði.Þangað til seinna....

Bring the Noise...


Er að fara að sjá Anthrax og Chuck D taka lítið númer sem var gefið út back in the day...

"Bring the Noise"

Það er einhverskonar snjóbrettakeppni í Manhattan sem endar á Anthrax sem ég ætla mér að sjá. Orðið á götunni er að Chuck D muni stíga á stokk með þeim og taka lagið með þeim.

Við sjáum til.

Fimbulkuldi....

Það heldur áfram að vera kaldara í New York...

Djöfull og dauði...

Tuesday, February 3, 2009


Níu um morgunn.


Fjögur um daginn.

Þetta er það mesta sem við fáum af snjó í borg óttans. Það er yfirhöfuð alltaf kaldara í New York miðað við Ísland en samt virðist þið fá meira af snjó.

Er ég að biðja um of mikið þegar ég bið um snjóþunga viku?

Posted via Pixelpipe.

Monday, February 2, 2009

Guð blessi sænsku kvenþjóðina


Lykke Li - I'm Good, I'm Gone from Lykke Li on Vimeo.
Fer í kveld að berja þessa stúlku augum á Webster Hall.

Hef alltaf verið með veikan blett fyrir sænsku kvenfólki. Hún Lykke er ekkert að draga úr því.

Sunday, February 1, 2009

sha...

Kári, Ólöf of ég...


Ég hitti á Kára og Ólöfu á sunnudaginn og horfðum saman á Liverpool - Chelsea á 11th. bar í west village. Úrslitin frábær, gaman að hitta á ættingja og tala íslensku auk þess að ég fékk síðbúna Ensk-Íslenska jólagjafa orðabók. Score

Kannski að maður geti núna byrjað að skilja þessa kanadjöfla :)

Á morgun(mánudaginn 2. febrúar) er svo að bruna upp á Webster Hall að sjá Lykke Li.
Gott stuff...

Saturday, January 31, 2009

iPhone færsla...

Fyrirtækið mitt sló í iPhone síma handa mér þannig að ég er núna að reynslukeyra að blogga frá símanum.

Hér erum við að pússla saman lasagna fyrir Megan, sem að öllum líkindum verður okkar næsti herbergisfélagi núna næstu mánaðarmót. Meira seinna...

Posted via Pixelpipe.

Friday, January 30, 2009

Þolinmæði þrautir vinnur allar...



Það fer að detta inn færsla...

Þangað til, þá færi ég ykkur Tom Waits

Sunday, January 4, 2009

Á skotskónum

Þessi gullmoli rak á fjöru mína þegar ég leit við hjá Einari Birgi. Þekki manninn ekki en er honum afskaplega þakklátur fyrir að grafa þetta upp. Maður var einharður aðdáandi þessa þátta á sínum tíma. Núna er bara að fara og finna þetta með íslenskri talsetningu.