Monday, June 30, 2008

Knoxville

Frekar skrautleg ferð lokið í biblíubelti Bandaríkjanna. Ferðin var allt sem ég hafði hugsað mér og meira til.

Eitt hefur þó kyrfilega sannreynt sig. Ég þarf að fá einhverja aðra til að sjá um mína ferðahagi. Sumir mættu halda að missa af fluginu til Íslands í SÍÐUSTU viku hafi verið nóg til þess að hrista upp í undirrituðum til þess að vera aðeins meira var um sig. En nei....

Rétt rúmlega tveim dögum áður en ég lagði af stað þá fór ég á netið og fjárfesti mér í flugmiða til Knoxville og til baka fyrir tónleikana. Taldi ég mig standa mig nokkuð vel. Allt þar til ég mæti á svæðið á Newark flugvellinum í New Jersey. Þá kemur það í ljós að ég hafði bókað flugið fram og til baka seinustu helgina í JÚLÍ en ekki júní. Þannig að ég var sirka 4 vikum á undan áætlun uppi á flugvellinum. Þar þurfti ég að punga út 150 dollurum til að breyta flugmiðanum til Knoxville.

Lítið annað í stöðunni heldur en að kyngja þessu. Smávægileg töf á fluginu en ég var kominn um áttaleytið á laugardagskveldi í miðbæ Knoxville þar sem Mary Ward tók á móti mér ásamt föruneyti hennar þar sem stefnan var tekinn á Toots, lítinn bar nokkuð frá miðbænum. Þar var rudda góð country kareókí stemming. Þar var drukkið mikið af vískí og Pabst Blue Ribbon könnum sem er orðinn minn drykkur þarna í kanalandinu virðist vera. Vakti það mikla lukku þegar ég var búin að drekka í mig hugrekki til að taka Sweet Caroline. Heimamenn virtust þekkja það lag eitthvað. Allavega var hressilega tekið undir. Ég spilaði Íslendingaspilinu all hressilega út það kveld og var það líka að svínvirka svona vel. Það kveld endaði svo á því að hálfur barinn tók saman Piano Man saman. Allt í allt mjög góð upphitun fyrir næsta dag.
YeeHaw plakat búðin í miðbæ Knoxville

Sunnudagurinn var tekinn í túristaafslöppun. Gengið um bæinn og tekið myndir(kemur inn seinna). Var búin að steingleyma leiknum en ég rambaði inn á hann fyrir tilviljun þegar ég labbaði inn á bar til þess að nota salernið. Nokkuð margir að fylgjast með leiknum. Sem ég held að hafi allt verið aðkomufólk til þess að sjá tónleikana. Mér skilst að Knoxville búar séu lítið hrifnir að knattspyrnu. Arlavega Spánn vann :) Þannig að ég rambaði nokkuð sáttur út og taldi Tom Waits loks tilbúinn til þess að taka á móti mér. Fór ég á tónleikna með Mary hýslinum mínum ásamt tveimur öðrum stelpum sem keyrðu til Knoxville frá Fíladelphíu fyrir minn mann.

Sætin voru hörku góð. Dead center önnur röð á svölunum. Tom kom sá og sigraði. Renndi í gegnum mikið af sínum ferli, sagði sögum, sló um sig nokkrum bröndurum, rokkaði stíft og meyrði allnokkur hjörtu allt saman í rúmum þremum klukkustundum.

Lagalistinn:

Lucinda/Ain't Goin Down to the Well
Way Down in the Hole
Falling Down
Hang Down Your Head
Chocolate Jesus
God's Away on Business
Get Behind the Mule
Metropolitan Glide
Trampled Rose
Cold Cold Ground
The Part You Throw Away
Rain Dogs/Russian Dance Black Market Baby
Black Market Baby Rain Dogs/Russian Dance
On the Nickel
Christmas Card from a Hooker in Minneapolis
You can Never Hold Back Spring
Lucky Day
Innocent When You Dream
9th and Hennepin
Lie to Me
Eyeball Kid
House Where Nobody Lives
Make it Rain
Jesus Gonna Be Here
House Where Nobody Lives
Eyeball Kid
Make It Rain

Fannin Street
Come on up to the house



Gríðarlega öflugir tónleikar og verð ég að segja að þeir séu nokkuð ofarlega á listanum yfir þá betri sem ég hef séð.

En sökum hjákátlegra ferðaaðstæðna mína þá tók ég þá furðulegu afstöðu að taka Greyhound rútu til New York. Ódýrasti kosturinn og taldi ég það vera rómantískan og mjög svo "Tom Waits-legan" kost í stöðunni. Sú skoðun rann mjög hratt af mér. Rútan lagði af stað rétt eftir miðnætti frá Knoxville og eyddi ég næstu 18 klukkustundum í þessari !%!#$%&# rútu. Allt í kringum mig voru miðaldra þeldökkar konur á leið á kirkjuþing í New Jersey. Þeirra helstu áhyggjur voru að kirkjan þeirra myndi ekki geta flutt messu sökum fjarveru þeirra. Þar sem þau voru nú allar í Gospel kórnum.

View Larger Map
Þannig að sirka þrettánhundrum kílómetrum seinna um kveldmatarleytið á mánudeginumgÉg var að lenda svo í New York. Þreyttur, sveittur og agalega frústreðaður á þessum kristnu hefðarfrúm frá Chattanooga. Aldrei aftur.

Að vísu aldrei segja aldrei... Ég á nefnilega ennþá flug frá Knoxville til New York í lok júlí :)

og þannig lýkur lengstu færslu minni til þessa...

þangað til næst

Friday, June 27, 2008

Lentur aftur í hringiðunni

Ég er kominn aftur í vitleysuna.

Lenti á laugardagsmorgni á Íslandi, sökum þess að hafa misst af fluginu heim á föstudeginum :( Algjör vitleysa af minni hálfu þar sem ég las af vitlausum flugmiða hvenar flugið væri. Fyrsta stopp var að hitta á Anitu hans Friðjóns. Gullfalleg stúlka þar á ferð.
Brunaði svo beina leið til Stykkishólmar með Friðjóni til að stinga hausnum inn á fjölskylduættarmót. Góð gleði og grill. Tapaði samt sirka 5 sinnum í röð í viking kubb.
Síðan var stefnan tekinn aftur á borgina. Þórsgatan varð fyrir valinu þar sem Björn Valsson hýsti mig og Sapphire gin flöskuna mína. Það var langt gengið á flöskuna áður en herjað var á bæinn.

Sunnudagurinn var svo tekinn nokkuð í móðu og þynnku. Sólbruni á Rútstúni og afslöppun á kársnesinu yfir lélegum Spánn - Ítalíu leik.

Mánudagurinn var tekinn með skipulögðum hætti þar sem lausum endum var stungið undir teppið, Prinsinn þeirra Andra og Maggý heimsóttur, Tercelinn kvaddur, Háteigsvegurinn skipulagður og horft upp á Breiðablik tapa fyrir Fram.

Brunað til NYC svo á þriðjudeginum. Mun vinna eins og skepna fram að laugardagsmorgni þar sem ég flýg til Knoxville. Tom Waits baby. Er búin að fjárfesta í flugmiða og finna mér sófahýsil. Þannig að ég næ laugardagskveldi í downtown Knoxville ásamt tónleikunum á sunnudagskveldinu áður en ég flýg til NYC á mánudeginum.

Það á víst að vera enn heitara þar.

Velmegunarvandamál.

Friday, June 20, 2008

Missti af fluginu....


Thats right...

Mér tókst nátturulega að missa af fluginu mínu. Ég ætla að spara mér niðurlæginguna og sleppa því að lýsa því ferli. Ég fékk að stökkva á næsta flug til KEF, þannig að ég lendi snemma á laugardagsmorguninn.

Ég hef annars ekkert heyrt af mínum mönnum í því gengi sem Urban er.

Er einhver í bænum eða hvað???

Thursday, June 19, 2008

Annuals, Tom Waits og Modest Mouse

Yeps Annuals í gær á Union Pool.
Modest Mouse í nótt í Music Hall of Williamsburg og
Tom Waits næstu helgi i Knoxville...

En það sem meira er...
Þórsgatan á laugardaginn...

Tuesday, June 17, 2008

Ljósmyndir

Ég sakna Poilaroid myndavélinar minnar...



Þrír dagar í heimferð...

Einhver með lausa dagskrá á laugardagskveldið?

Thursday, June 12, 2008

Hugur leitar heim...


Það flýgur að heimferð. Ég er að vísu enn að bíða eftir staðfestingu á því, en að öllum líkindum mun ég lenda rétt fyrir miðnætti á föstudagskveldi þann 20 júní. Á klakanum bíða mín tveir nýjir fjölskyldumeðlimir. Aníta Sólveig Friðjónsdóttir og Bella Elísudóttir. Það verður heldur ekki leiðinlegt að hitta gömlu fjölskyldumeðlimina...þótt ég hafi hitt þá áður.

Dvöl mín verður stutt þar sem ég flýg aftur vestur þriðjudaginn 24. júni. Hér er brot af því sem ég ætla mér að ná að gera :)

- Heiti potturinn í Kópavogslauginni
- Kjúklingarétturinn hennar mömmu
- Hitta Anítu
- Fram-Breiðablik
- Tala Íslensku
- Ættarmót á Stykkishólmi
- Þurfa að fara í peysu til þess að verða ekki kalt
- Big Daddy-Sha fjölskylduafslöppun
- Kveðjuathöfn fyrir Tercel-inn
- Morgunblaðið í blaðaformi
- Labba um í umhverfi sem ég þekki út og inn
- Roadtrip með bræðrum mínum
- Ristað brauð með smjeri og osti
- Fótbolti með almennilegum mörkum
- Útsýnið af Kársnesbrautinni
- "Landlord" heimsókn á háteigsveginn
....og síðast en alsíst, vonandi ná að hitta á vini og góðkunningja(að öllum líkindum verður laugardagskveldið tilvalið). Einhverjar uppástungur?

Saturday, June 7, 2008

Laugardagskveld í borginni....

Eyddi deginum í að vafra um borgina í 35 gráðu hita. Flúði í vinnunna til að fá loftkælingu. Stakk af þar til þess að sjá Indiana Jones (ekki góð) og er nú að gíra mig upp í að fara á Mehanata: Bulgarian Bar á Ludlow Street. Þessi félagi er að deejeija....
Sum ykkar máski kannast við kauða sem söngspíran úr Gogol Bordello (Eugene Hutz). Hér meðfylgjandi er tónlistarmyndband með hljómsveitinni hans. Sem bæ þe vei var skotinn á fyrrnefndum bar :)



Arlavegana....


Going to get drunk

Thursday, June 5, 2008

Gaman að vera Bliki....

Þessi færsla er tileinkuð Önnu Bergljótu Thorarensen.
Ég var búin að steingleyma þessari mynd þangað til hún setti hana upp á fésbókinni sinni.
Takk Anna BeggaBlikaleikirnir eru nokkuð ofarlega á lista yfir þá sem maður saknar. Mér skilst að þetta sé við sama heygarðshornið. Annar hver leikur er góður. Hvað er annars með Malla? Maður heyrir ekkert af honum?

Annars bendir allt til þess að maður nái Fram-Breiðablik næstkomandi.Maður er á heimleið. Löng helgi og svo er maður floginn aftur í ríki Obama. Kem að öllum líkindum föstudaginn 20. júní og sting svo aftur af 24. júní. Vonandi nær maður að troða sér inn í steggjun eða svo. Jafnvel að lyfta mjöðbjór, einum eða tveimur. Aldrei að vita.

Tuesday, June 3, 2008

Lærlingar, loftkæling og bókasafnsskápar

Eg náði að afreka það að setja upp loftkælingakerfi í herberginu mínu í mitt fyrsta skipti. Hitinn þessa daganna er að skríða upp í 30 gráður þannig að ég gæti fundið vitlausari hluti heldur en að setja upp smá loftkælingu. Sérstaklega miðað við það að sá sem leigði herbergið á undan mér, skildi eftir sig loftkælingarkerfi handa mér.
Eyddi síðustu helgi mestmegnis í það að spila fótbolta í Fort Greene garðinum. Þar er hópur sem kemur saman á hverjum degi til þess að spila tvo tíma í senn. Þannig að maður er orðinn ágætlega grillaður að spila fótbolta í 30 gráðum. Djöfulsins sviti og viðbjóður er það (en samt stórfelld gleði). Eini mínusinn er að þeir spila á hokkímörk vegna þessað það er enginn mörk í garðinum.

Fyrirtækið er að fyllast af lærlingum til þess að skipa fyrir. Það verður áhugavert. Mér skilst að það verða allt að 4 lærlingar á hverjum degi til þess að hlýða öllum mínum duttlungum. Rock & Roll.

Vorum að flytja inn 3 stóra bókasafnsskápa. Þessa sem héldu utan um flokkunarkerfið en eru nú úreldir þegar flest bókasöfn er orðin stafræn. En skemmtilega við það að stærð skúffana fittar fullkomlega fyrir utanaðliggjandi drifin sem fyrirtækið notar fullt af.og svo til þess að uppfylla tónlistarkvótann...
Búin að vera með þetta lag á heilanum seinustu tvær vikur. Elbow er breskt band. Hef ekki heyrt um þá áður og hef ekki hugmynd hvort þeir séu vinsælir eður ei. Skilst að þeir séu búnir að vera að sídan rétt fyrir aldamót.