Sunday, May 17, 2009

Flutningar...


Heil og sæl öllsömul...

Ég hef ákveðið að færa mig um set á síðu sem ég hef hægara um vik að færslast.

Nýja staðsetningin er www.hermannhermann.tumblr.com

Sjáumstumstumstumst

Thursday, April 30, 2009

L.A. kvödd

Yfirmaður minn(Stash) leysti mig út með þessum glæsilega hatti

Mánaðardvöl mín í L.A. er nú að ljúka. Sá lítið meira en skrifstofuna. Þátturinn er þó kominn langleiðina með að klárast þannig að það er ljósi punkturinn í þessu öllu saman. Flug mitt til New York er eftir 9 tíma. Ætla ég mér að forðast þessa blessaða fuglaflensu. Annars er kaninn ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ég sé meira um flensuna á mbl.is en í kringum mig hérna.

Læt ykkur vita ef ég fæ flensuna

Saturday, April 25, 2009

í ruglinu...

Líf mitt þennann mánuðinn:

Kaffi,
Rauðvín,
Ávextir,
sígarettur,
Rugl langir vinnudagar og óheilbrigður skammtur af strandblaki.

Sunday, April 12, 2009

Dog Day Afternoon

Loksins fann ég mér herbergi/íbúð til að dveljast í meðan á dvöl minni í L.A. stendur. Það var orðið svolítið þreytt að gista í barnaherberginu hjá yfirmanni mínum. Fullkominn íbúð í 5 mínútna hjólreiðatúr frá vinnunni minni. Tel ég mig mjög heppinn að finna aðstöðu svona nálægt.
Stefnan er tekinn á grill og afslöppun næstu helgi í garðinum okkar.
John er félaginn sem ég leigi með. Hér er hann með Juleann sem ég leigi herbergið af. Hún hefur verið í Indlandi síðastliðið ár í leit að sjálfri sér eins og hún kallar það. Vonandi að það gangi upp :) John er afslappaður gaur og það sem meira er þá vinnur hann sem aðstoðarmaður fyrir Al Pacino. Þannig að ég mun vinna í því að næsta færsla verði með mér og Big Al eins og ég kalla hann þessa daganna.

Gledilega Paska

Monday, April 6, 2009

My hood

New York Times skrifaði grein um hverfið sem ég bý í. Ég fell ekki í flokkinn af svörtum íbúum sam búið hafa þarna í áratugi svo ég hlýt að flokkast í hvíta plebba fólkið sem mætir á svæðið og tekur yfir hverfið.

Hér er greinin

Leiðin mín til vinnu

Enn einn mánudagur til mæðu ;)