Sunday, November 30, 2008

Þakkargjörð

Er ég rita þessa færslu þá er þakkargjörðarhelgin að syngja sitt síðasta.

Við Íslendingar erum kannski ekki alveg að tapa okkur yfir þessari hátíð eins og má búast við, en þetta virðist spila ákveðna rullu í hugum Bandaríkjamanna. Þetta er stærsta ferðahelgin í Bandaríkjunum og New York borgin virðist hálftæmast yfir þessa helgi.
"Me & My Pumpkin Pie"

Ég að vitaskuld lagði mitt af mörkunum og bakaði mína fyrstu böku og ekkert minna en graskersböku(pumpkinpie) sem vakti feiknalukku. Fór ég í matarboð hjá Rob og Janette í Redhook (Brooklyn). Þetta var sirka 13 manns þar sem allir komu með eitthvað fyrir hlaðborðið. Máltíðin og félagsskapurinn var mjög góður. Fleiri myndir á féssíðunni minni. Það er að segja fyrir þá sem eru svo heppnir að vera digital vinir mínir, annað en bara analog vinir mínir.

"Íslensku ullarpeysu servíetturnar að gera góða hluti"

Svo til þess að fylgja formúlunni þá fór ég í bíó (stærsta bíóhelgi kanans, skilst mér) og sá Slumdog Millionaire. Feiknagóð fantasía/drama frá Danny Boyle. Mæli hiklaust með henni. Milk er svo næst...

Annars virðist allt benda til þess að maður komi heim yfir jólin 17.-29. des. Þannig að þetta verður það sama. Ginflaska tæmd á Þórsgötunni, maður settur í barnapössun næstu klukkustundir eftir það, svo jafnvel spilaður smá urban bolti og gripið í nokkur borðspil. Þið þekkjið þetta. Mikael Allan verður líka á skerinu þannig að það eru sannarlega jól. Jafnvel spjallað um kreppuna fyrst maður er á Íslandi.

Enda svo á einum gullmola sem féll mér í skaut við rölt um veraldarvefinn. Ef þetta fær þig ekki til að brosa út í annað og kinka kolli í takt synth-ana þá skal ég hundur heita...

Thursday, November 6, 2008

Löng helgi

Seinasta helgi einkenntist af yfirkeyrslu en góðri gleði. Hér er smá samantekt.
Hrekkjavaka
Dagurinn byrjaði í kjallaranum á Lafayette þar sem Danielle var búinn að hrúga nokkrum saman í búningaverksmiðju. Var mesta vinnan lögð í garðbúning og eina gangandi diskókúlu.
Annars tókum við Danielle nágranni á neðri hæð okkur saman þar sem ég var garðálfur og hún garðurinn. Nokkuð gott kombó...
Stefnan tekinn á hrekkjavökuskrúðgönguna í West Village. Aragrúinn af fólki samhliða fjölbreyttu úrvali af búningum var mjög yfirþyrmandi en skemmtilegt. Þar á meðal stærsti Thriller dans síðan fyrir stríð.

Eftir það var stefnan tekinn á tónleika með Apes & Androids. Hljómsveit sem ég vissi ekkert um en hljómsveitin sjálf var mjög góð og mjög góðir live.

Kveldinu var svo lokað á partýi í Williamsburg.

Maraþon

Á sunnudagsmorgni var vaknað átta um morginunn til þess að leggja lokahönd á þá gleði sem íbúar 346 Lafayette þekkja svo vel, Maraþon gleði. En eins og sumir vita þá eru New York búar ekkert að slá við þegar kemur að maraþoninu. 34 þúsund manns tóku þátt í ár og var hlaupið framhjá húsinu okkar eins og fyrri ár. Vöfflur, annað gúmmelaði og írskt kaffi var á boðstólnum við viðburð sem kom mér á óvart hversu vel ég skemmti mér...Birgir Páll
Birgir Páll kom svo á mánudagskveldið og dvaldist í borginni í 12 tíma. Nýttum við þær klukkustundir við að drykkjusvol og vitleysu. Mjög gaman að fá félaga Birgir í heimsókn.
Mér finnst það alltaf jafn frískandi að geta spjallað við einhvern á íslensku frekar heldur en á kanalands ensku.

Obama

Þriðjudagur í þynnku hófst við að ég svaf yfir mig og allir aðrið voru bullandi hamingju yfir kosningunum. Það var seint um kveldið sem ég kom mér loksins út til þess að taka þátt í kosningavökunni. Labbaði inn á Time Square 5 mínútum áður en Obama var tilkyntur sem næsti forseti bandaríkjanna. Viðbrögð allra á yfirfullu torgi tímans voru svo yfirþyrmandi að ég hélt að ég yrði úti vegna hamingju kanans. Fólk grét, hló og dansaði af gleði. Ég upplifði svo mest "Independence Day, Proud to be American" augnablik við að hlusta á ræðu Obama standandi út á miðri stappfullri götu á Time Square. Standandi upp við leigubíll sem hafði skrúfað niður rúðuna og blastað ræðunni(sem og allir bílar höfðu gert) og horft á einn af skjáum torgsins. Fá svo gæsahúð við það þegar Obama endar ræðuna og crowdið byrjar að chanta "Yes we did" og tapa sér. Sjæse hvað það var mikið apeshit.

Saturday, November 1, 2008

Fjöllin eru vakandi...


Ég veit að það er kreppa en hægið aðeins á ykkur að vera kominn í ruglið.