Friday, April 25, 2008

Please vote!

Eyddi deginum í dag í sjálfboðavinnu fyrir Tribeca Film Festivalið. Mikið að mismunandi fólki í vinnu við þá hátíð. Ég var það heppinn með tímasetningu mína að ég er svokallaður "floating volunteer" sem þýðir að ég get unnið eins mikið/lítið og ég vill(en maður fær bíómiða fyrir unna tíma). En að sama skapi mun ég fá tækifæri að vinna út um allt, en ekki bara fastur í sama kvikmyndahúsinu vakt eftir vakt. Litrófið af sjálfboðaliðum var allt frá powersuit lögfræðingum yfir í leikara sem eru að leita að tækifærum(og jafnvel "wetback" klippurum frá Íslandi).
Kvikmyndahátíðin var sett á fót á sínum tíma til þess að styrkja miðbæinn eftir 9/11(sem ég vissi ekki). Og fólk virðist vera ennþá að koma og gefa vinnu sína minningu þeirra atburða.
Anyhows, maður fékk strax á fyrsta degi að hitta á celeb. Isabella Rossilini (eða bara Bella, eins og ég kalla hana) mætti á fyrstu sýninguna sem ég vann við. Þannig að ég fékk tækifæri að rétta henni kosningaseðil og biðja hana að kjósa. Starstruck:)Mun síðan þjóta í fyrramálið og vonandi ná miðum á Once Upon A Time In The West. En ég var að frétta að sýningin verður í MoMa(Museum of Modern Art). Sem bæ þe vei Ólafur Elíason er með sýningu þar þessa stundina

2 comments:

Anonymous said...

Hæ sonur.
Þú heppin, það er gaman hjá þér. Þú færð greitt í bíómiðum og peningum. Dæmið að ganga upp. Hvað viltu hafa það betra? Verða ríkur og frægur í Ameríku? Nei það ert ekki þú? Njóttu þess að vera til.
Kveðja kallinn heima.
Es. vantar ekki s í restina á HHH?

Anonymous said...

Blessaður strákur, gaman að heyra að allt sé að ganga eins og í sögur hjá þér. Skemmtu þér vel á kvikmyndahátíðinni.
Skila kveðju til Isabellu Rosulini. Og segðu henni að sígarettufarið hennar er enn á lakinu mínu, síðan síðast.
Kveðja frá Cardiff.