Thursday, February 5, 2009

1/2 Bring the Noise....


Anthrax & Chuck D | NYC @ Red Bull Snowscrapers | Feb 5 2009 | Madhouse & Bring The Noise from UN:ART:IG on Vimeo.Beið í -8 gráðum í einn og hálfan tíma að bíða eftir Anthrax. Sá einhverja félaga taka nokkur stökk með misgáfulegum árangri.

Loksins steig svo Anthrax á svið. Vissi ekki hvort Chuck D mundi vera á svæðinu eður ei. Þóttist ég samt sjá hann baksviðs að horfa á Anthrax yfir fyrstu lögunum. Lendi í ansi stórum Moshpit sem ég komst úr heill húfi með fartölvuna mína á bakinu.

Eftir nokkur lög var Chuck D svo kynntur til sögunar og "Bring the Noise" fór á fullt skrið. Crowdið apeshittaði. Allir með tölu kunnu textann og Anthrax og Chuck saman voru mjög þéttir til að byrja með. Allt fjaraði síðan út þegar lagið var sirka hálfnað þá klúðraðist helmingurinn af hljóðnemunum þannig að þú heyrðir bara í trommunum í einum gítar. Allt fór í rúst og ég forðaði mér áður en crowdið tapaði sér. Þegar ég var að yfirgefa svæðið var kynnirinn vinsamlegast að biðja mergðina að hypja sig.

Þrátt fyrir bara hálft "bring the noise" vill ég meina að það hafi verið þess virði.Þangað til seinna....

No comments: