Wednesday, February 11, 2009

Miðvikudagsbolti á Pier 41

Loksins var ég að finna fótbolta með almennilegum mörkum og ekki sakar útsýnið.
Boltinn er skipulagður af Aðdáendaklúbb Liverpool í Manhattan en þeir sem mæta eru mestmegnis bretar, írar og skotar sem styðja mestmegnis Liverpool en samt er allur gangur á því.

Boltinn og stemmingin er frábær og hef ég harðsperrurnar og blöðrurnar því til sönnunar.
Hef ég verið að spila bolta í Fort Green Park sem ég ágætis gleði. Mörkin samanstanda af fjórum keilum og boltinn eftir því. Mjög gaman að eyða helgareftirmiðdegi í þá gleði en sá bolti hefur aldrei verið almennilegur. Hér er linkur á nokkrar myndir úr þeim bolta. Þessar myndir eru af fyrsta boltanum í janúar.



2 comments:

Anonymous said...

hey Hemmi, ég hélt að þú værir í bolta á gervigrasvellinum við sjóinn.. er ég að rugla?
Hjörvar

Hermann H. Hermannsson said...

fyrstu myndirnar uppi eru við sjóinn...

Myndin með skýjakljúfunum bakvið markið sýnir borgina á vinstri hönd og svo er Hudson áin til hægri. Ef þú sparkar boltanum yfir girðinguna þá er boltinn í ánni og þú færð hann aldrei aftur...

kveðja
HHH