
Loksins fann ég mér herbergi/íbúð til að dveljast í meðan á dvöl minni í L.A. stendur. Það var orðið svolítið þreytt að gista í barnaherberginu hjá yfirmanni mínum. Fullkominn íbúð í 5 mínútna hjólreiðatúr frá vinnunni minni. Tel ég mig mjög heppinn að finna aðstöðu svona nálægt.

Stefnan er tekinn á grill og afslöppun næstu helgi í garðinum okkar.

John er félaginn sem ég leigi með. Hér er hann með Juleann sem ég leigi herbergið af. Hún hefur verið í Indlandi síðastliðið ár í leit að sjálfri sér eins og hún kallar það. Vonandi að það gangi upp :) John er afslappaður gaur og það sem meira er þá vinnur hann sem aðstoðarmaður fyrir Al Pacino. Þannig að ég mun vinna í því að næsta færsla verði með mér og Big Al eins og ég kalla hann þessa daganna.
No comments:
Post a Comment