
Kaninn hefur loksins tekið við sér og ákveðið að samþykkja mig sem vinnuhest fyrir hið fallandi kapítalíska stórveldi. Stórfurðulegt miðað við að maður er sama sem kominn með
rússneskt ríkisfang. Á pappírum er ég með leyfi til þess að þjösnast í vinnu hjá þeim næstu 18 mánuði. Tek því fagnandi að flýja klakann og fá borgað í dollurum. Sjáum til hversu lengi það mun endast.
Fyrsta sem verður gert við lendingu í eplinu verður að sjá komrad Beck í Harlem...

Flýg miðvikudaginn 8 október út. Bið að heilsa öllum og þakka fyrir dvölina og góða tíma. Verð á Kársnesbrautinni í faðmi fjölskyldunnar á þriðjudagskveldið ef einhverjir vilja stinga inn hausnum.
Ef ekki þá sjáumst við samt allavega vorið 2010.
2 comments:
Til hamingju Hemmi! :D
sjiii hérna er smá þematónlist fyrir þig, ég splæsi!
http://www.last.fm/music/Beastie+Boys/_/Ch-Check+it+Out
Happy trails my friend :)
Eða kannski bara Dosvidanya í ljósi mála hér á klakanum...
Post a Comment