Tuesday, October 7, 2008

Komradinn kveður

Kaninn hefur loksins tekið við sér og ákveðið að samþykkja mig sem vinnuhest fyrir hið fallandi kapítalíska stórveldi. Stórfurðulegt miðað við að maður er sama sem kominn með rússneskt ríkisfang. Á pappírum er ég með leyfi til þess að þjösnast í vinnu hjá þeim næstu 18 mánuði. Tek því fagnandi að flýja klakann og fá borgað í dollurum. Sjáum til hversu lengi það mun endast.

Fyrsta sem verður gert við lendingu í eplinu verður að sjá komrad Beck í Harlem...

Flýg miðvikudaginn 8 október út. Bið að heilsa öllum og þakka fyrir dvölina og góða tíma. Verð á Kársnesbrautinni í faðmi fjölskyldunnar á þriðjudagskveldið ef einhverjir vilja stinga inn hausnum.

Ef ekki þá sjáumst við samt allavega vorið 2010.


2 comments:

Unknown said...

Til hamingju Hemmi! :D

sjiii hérna er smá þematónlist fyrir þig, ég splæsi!

http://www.last.fm/music/Beastie+Boys/_/Ch-Check+it+Out

Anonymous said...

Happy trails my friend :)

Eða kannski bara Dosvidanya í ljósi mála hér á klakanum...