We don't see things as they are. We see things as we are.
Friday, October 10, 2008
Nýlentur í heimsborginni
Legit, nýlentur og kominn í bólakaf með lungun full af lofti í borginni sem aldrei sefur. Fyrsta stopp var kveldstund með Beck Hansen. Helvíti ánægður með að hafa komist á þessa blessaða tónleika. Get strikað hann af listanum. Húsnæðið var gullfallegt en út í rassgati. United Palace var lengst uppá 175 stræti. MGMT hitaði upp og voru mjög þéttir. Sumir vilja meina að þeir hafi verið betri en Beck. Ég vill blása á það. Beck tók við og var keyrslan á honum gríðarleg. Eins og sést á settlistanum þá hljóp hann nokkuð vel yfir ferilinn, auðvitað voru nokkur lög sem maður hefði viljað fá en á það ekki að vera þannig.
Hérna er settlistinn:
Loser Nausea Girl Timebomb Minus Soul of a Man Mixed Bizness Nicotine & Gravy Que Onda Guero Ghettochip Malfunction/Shake Shake Tambourine/Clap Hands Devils Haircut Think I'm in Love Modern Guilt Orphans Walls Missing Chemtrails Golden Age Lost Cause Where It's At
Uppklapp: Gamma Ray Leopard-Skin Pill-Box Hat new song E-Pro
No comments:
Post a Comment