Saturday, May 24, 2008

Föðurbróðir !!!

Jepps

Fregnir frá skerinu í þetta skiptið. Ég flyt stoltur fréttir af stækkun fjölskyldunar. Friðjón er nýbúin að taka við föðurhlutverki þar sem hann eignaðist gullfallega stúlku á mánudaginn.






Hún er 12 merkur og henni farnast vel. Ég vil persónulega þakka Friðjóni fyrir að létta álagið á mér og Hjörvari og færa mömmu barnabarn (og stúlku í þokkabót). Mun ekki ganga það langt að biðja um nafnbótina Hermína samt.

Til hamingju.

Monday, May 19, 2008

Summer in the City

Afsakid biðina
East pleasant er tiltölulega ungt fyrirtæki sem er að koma sér ryðja sér rúms í stóra eplinu(verð að fara vinna í því að finna betri nöfn á þessari borg, bíð eftir uppástungum). Skemmtilega við staðsetninguna á fyrirtækinu er að fyrirtækið er við sama götuhorn og ég bý við. Lafayette & Grand St. Eini munurinn er að ég er á Avenue í Brooklyn en East Pleasant er í L Street á Manhattan.

Arlavegana, félagarnir í East Pleasant sáu sér hag í því að ráða mig sem aðstoðarklippara. Vilja glaðir borga mér undir borðið og vilja enn frekar vinna í því að útvega mér atvinnuleyfi. Fyrstu verkefnin sem er uppi á borðinu eru nokkur fyrir NFL deildina!!! og svo er ég byrjaður að vinna í NYC soundtrack. 8 þátta seríu sem er í kjarnann nokkurs konar NYC subway X-Factor. Frekar hrá keppni milli þeirra sem spila sér til uppihalds jafnt og þeirra sem spila sér til skemmtunar og frama á lestarpöllun New York borgar (enn á ný, vantar gælunöfn).

Mun samt koma á skerið í lok júní. Það þýðir því miður að ég mun að öllum líkindum komast í gleðina hjá Bjössa og Boggu. Mæli með steggjun samt seinnihluta júní.

Annars er lífid gott. Furðulegt að hlutirnir virðist vera að ganga upp svo snuðrulaust og að reyna að venjast þeirri hugsun að dveljast hér lengur er vægast sagt undarlegt. Borgin og allt sem henni fylgir er án vafa gegnvænlega spennandi og ótæmandi uppspretta tækifæra. En hjartað slær alltaf í öðru tímabelti(Það er því íslenska fyrir ykkur sem náðu ekki lélegu myndlíkinguni minni).Annars er fullt af tækifærum fyrir East Pleasant að bakka úr þessu og fleygja mér heim.

Svo maður vafri nú ekki af vananum þá var Beirut tónleikarnir frábærir. Með nýrri dagskrá er maður byrjaður að líta á tónlistar festival í ágúst sem haldið er í NY sem kallast All Points West Veit að það nær ekki með tærnar þar sem Hróarskelda er með hælana. En Radiohead lokar samt á BÆÐI föstudag og laugardagskeldin.

Já og ég á auka miða á Tom Waits tónleika í Knoxville Tenneesse í blálok júní fyrir þá sem hafa áhuga að koma með.

Wednesday, May 14, 2008

Gaman er hér í bæ...


Beirut - Nantes mp3 (hægri klikk fyrir niðurhal)
Var að koma höndum yfir miða á Beirut tónleika í Williamsburg. Zach Condon er upphaf og endir á þessari hljómsveit sem sver sig í ættir meistara Goran Bregovic. Platan "The Flying Club Cub" var á flestum árslistum í fyrra. Vinur minn Zach spilar á Ukulele, en hann getur ekki spilað á gítar sökum úlnliðsmeiðsla sem orsaka það að hann nær ekki almennilega utan um gítarhálsinn (Ég áætla allavega eitt ukulele comment frá Tomma núna:)). Ég er allavega gríðarlega hrifinn af nýjasta disknum þeirra.

Já og bæ þe vei. Ég er búin að finna fyrirtæki sem vill ráða mig og útvega mér atvinnuleyfi. Þannig að dvöl mín í Brooklyn virðist ætla að ílengjast.

Meira seinna...

Sunday, May 11, 2008

Búrma, sjálfboðavinna og Houston, Texas

Sjálfboðavinna virðist vera mitt nýja mantra.
Ekki nóg með að fá sama sem ekkert borgað fyrir erfiði mitt þegar ég loks fæ borgað. Þá legg ég mig fram við að koma mér í aðstöðu þar sem umbun erfiðis míns verður ómögulega talið í krónum(þessu tilfelli dollurum). Ég get samt ekki neitað því að ég hef haft gaman að því að vinna fyrir Publicolor, Tribeca og nú síðast "local" bændamarkaðinn í Fort Greene.

Það gæti nú verið að eitthvað komi upp úr sjálfboðavinnu minni á Tribeca kvikmyndahátíðinni annað en að hitta crewið úr Blue Velvet. Ég útdeildi viðskiptakorti mínu á nokkra einstaklinga á Tribeca(Já þið lásuð rétt, ég er með "buisness cards" núna). Fékk símtal síðastliðin föstudag frá pródúsent sem var/er að gera heimildarmynd um Búrma/Myanmar og var með kamerukrew í Búrma þegar fellibylurinn lenti þar. Þannig að núna er hann að vinna í því að koma kamerukrewinu aftur til bandaríkjanna og honum vantar klippara ASAP. Frekar yfirþyrmandi stöff og maður er frekar hræddur við að fara í gegnum hráefnið ef maður fær giggið, en eins og maðurinn sagði "eins manns dauði..."

Svo fór ég líka í atvinnuviðtal hjá production fyrirtæki í SoHo þar sem þeim vantaði aðstoðarklippara. Kannski ekki draumagiggið hér í bæ en mundi styrkja mig í þeirri viðleitni að búa hérna.

Annars er ég í rannsóknarvinnu þessa daganna. Ég er að líta á að taka mér roadtrip til Houston, Texas til þess að sjá félaga minn Tom Waits spila þar seinnihluta júní. Hef hug á að keyra þangað á sem svo vikutíma sjá tónleikana og fljúga svo til baka. Maður hefur nokkra valmöguleika á að keyra þangað. Taka strandlengjuna eða keyra í gegnum small town USA. New Orleans er rétt hjá Houston þannig að maður mundi alltaf stoppa þar.

View Larger Map
Þannig að allir sem hafa áhuga á roadtrip í júní. Hafið samband :)

Talandi um Tom Waits, þá er ég að renna í gegnum "Anywhere I lay my head" nýja disknum hennar Scarlett Johannesen. Þar tekur hún cover lög af Tom Waits með að mér heyrist í gegnum fyrsta rennsli frekar döprum árangri.
"Scarlett"

"Minn maður Tom"



Annars mæli ég sterklega með að líta á fréttamannafundinn hjá Tom Waits. Þar sem hann tilkynnir væntanlega tónleikaferð sína.

Friday, May 9, 2008

Hvað get ég gert?

Hann karl faðir minn var að senda mér þessa mynd sem hann tók úr nýja eldhúsglugganum sínum. Alla jafna geta flestir verið sammála um að útsýnið úr eldhúsinu sé nú til batnaðar og eldhúsið sé af þeim sökum orðið betra en nýtt. Í þessu tilfelli verð ég að vera ósammála. Þessi mynd var tekinn nýverið þar sem laganna verðir voru að hnýsast á Kársnesbrautinni.

Fákurinn minn er að mér skilst kominn með rauðan miða og má því ekki vera keyrður nema beinustu leið í skoðun. Sem hann að mér skilst mun ekki eiga afturkvæmt.

Fyrsti bíllinn minn virðist því að hafa náð að þjóna mér í sirka 6 mánuði áður en hann kom sér fyrir á (að mér sýnist) sinni endastöð.

Djöfull og dauði!

Thursday, May 8, 2008

Reachin out...touchin' me, touchin' you.

Fer sem fæstum orðum um að hafa þefað uppi þessa tónleika með Neil Diamond.
En þetta var algjört rugl, hvað þetta var svalt.

Hérna er vídeó af honum að taka Sweet Caroline á tónleikunum (lokalagið)


Crazyness in the membrain

Wednesday, May 7, 2008

You can clap if you feel it...

Var að fá veður að fríkeypis tónleikum sem ég mun stökkva á eftir nokkra tíma.Ekkert merkilegt. Bara Neil með Rick Rubin við stjórnvölin :). Hef samt gaman að nafninu á tónleikastaðnum. Þetta ku vera "Neil Diamond at The Bitter End".

Meira seinna

Saturday, May 3, 2008

Hátíðnipopp "vie france"

Laugardagskveld í East Village.
Kveldið verður tekið með electropoppi alla leið. Var að komast að því að Adam á miða á Yelle tónleika í kveld. Sem væri kannski ekki merkilegt fyrir utan að ég hef verið að hlusta á hana síðastliðna viku án þess að vita að hún væri að fara spila hér í bæ.
Ég hef semsagt nokkrar klukkustundir til þess að ná tökum á dansstílnum í myndbandinu hennar.
--------- STÆRRI FRÉTTIR -----------

Talsmenn Tom Waits voru að gefa út tilkynningu um blaðamannafund á mánudaginn næstkomandi. Ef hann er að fara að spila einhversstaðar í USA meðan ég er á svæðinu þá er það roadtrip. Frekari upplýsingar á mánudaginn.
Ég vill líka óska Blikum til hamingju með sigurinn í dag.
Allt sem er grænt, grænt...Smellið á myndina til þess að fá frekari upplýsingar

Thursday, May 1, 2008

Ég er frá Barcelona

Svíapoppið búið. Það var jafn gott og digital myndavélin mín er léleg. Langt síðan ég upplifði jafn mikla gleði samanþjappaða í einu húsi. Jafnvel hörðustu Brooklyn-ítar gáfu sig, brostu hringinn og dönsuðu af sér alla skanka. Svíarnir sem voru að spila sína lokatónleika á þessu ferðalagi voru svei mér þá hátt upp í 30 manns upp á sviði.

Það fer að líða að lokum af Tribeca. Ég var svo lánsamur að fá að taka í spaðann á Dennis Hopper sem stakk óvænt inn hausnum á sýningu á Night Tide. Einni af fyrstu myndum Hopper. Það fer að líta út fyrir það að ég sé kominn í Blue Velvet þema. Isabella og Dennis búin. David Lynch, Laura Dern, Kyle McClachan og Angelo Badalamenti eftir, þá er þetta komið.