Fregnir frá skerinu í þetta skiptið. Ég flyt stoltur fréttir af stækkun fjölskyldunar. Friðjón er nýbúin að taka við föðurhlutverki þar sem hann eignaðist gullfallega stúlku á mánudaginn.





Hún er 12 merkur og henni farnast vel. Ég vil persónulega þakka Friðjóni fyrir að létta álagið á mér og Hjörvari og færa mömmu barnabarn (og stúlku í þokkabót). Mun ekki ganga það langt að biðja um nafnbótina Hermína samt.
Til hamingju.