Wednesday, April 23, 2008

Teygt úr sér og andað!


Sit í afslöppun þessa stundina. Tónleikarnir með Múm og Hjaltalín nýbúnir. Krakkarnir úr 101 voða sætir og hressir. Tónleikastaðurinn var helvíti skemmtilegur. Masonic Temple er sirka 5 mín. ganga upp götuna hjá mér sem er tiltölulega þægileg staðsetning. Það virðist vera að þeir séu nýbyrjaðir með tónleika í þessu húsnæði. Allt er í upprunalegu ástandi, bókstaflega. Því staðurinn er að drabbast niður en að mínu mati er það stór hluti af hverju ég er hrifinn af honum.
Sem er eins gott því á föstudaginn fer ég aftur á the masonic temple en í þetta skiptið er það I'm from Barcelona. Indí Popp frá Jönköping, Svíþjóð.

Eins og sést þá er þessi hljómsveit í heild sinni næstum því 30 meðlimir. Hvort þeir verði allir mættir á föstudaginn set ég spurningamerki við >?<

3 comments:

Anonymous said...

Gaman að frétta að allt gengur vel.
Sumardagurinn fyrsti í dag og sólinbak við skýin;)
Guðrún Ragnars í Borgó er að frumsýna Konfektkassann sinn í Háskólabíó í dag og ætlum við að fara og sjá meistarastykkið hennar.
Knús
Uppáhaldsmammmmmmmanþín

Auðunn said...

Snilldar band og geggjað video !!!

Úlfur said...

Það verður áreiðanlega þess virði að sjá þetta live.