Wednesday, April 23, 2008
Teygt úr sér og andað!
Sit í afslöppun þessa stundina. Tónleikarnir með Múm og Hjaltalín nýbúnir. Krakkarnir úr 101 voða sætir og hressir. Tónleikastaðurinn var helvíti skemmtilegur. Masonic Temple er sirka 5 mín. ganga upp götuna hjá mér sem er tiltölulega þægileg staðsetning. Það virðist vera að þeir séu nýbyrjaðir með tónleika í þessu húsnæði. Allt er í upprunalegu ástandi, bókstaflega. Því staðurinn er að drabbast niður en að mínu mati er það stór hluti af hverju ég er hrifinn af honum.
Sem er eins gott því á föstudaginn fer ég aftur á the masonic temple en í þetta skiptið er það I'm from Barcelona. Indí Popp frá Jönköping, Svíþjóð.
Eins og sést þá er þessi hljómsveit í heild sinni næstum því 30 meðlimir. Hvort þeir verði allir mættir á föstudaginn set ég spurningamerki við >?<
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Gaman að frétta að allt gengur vel.
Sumardagurinn fyrsti í dag og sólinbak við skýin;)
Guðrún Ragnars í Borgó er að frumsýna Konfektkassann sinn í Háskólabíó í dag og ætlum við að fara og sjá meistarastykkið hennar.
Knús
Uppáhaldsmammmmmmmanþín
Snilldar band og geggjað video !!!
Það verður áreiðanlega þess virði að sjá þetta live.
Post a Comment