Monday, April 7, 2008

Fyrsta vika

Maður er ennþá að reyna að láta hausinn hætta að snúast, en lífið er gott. Maður er búinn að finna opinberan Liverpool pöbb á Manhattan og hann er mjög traustur, samhliða því að vera mjög breskur eins og gefur að skilja. Maður náði fyrri meistaradeildarleiknum á móti Arsenal þar og ég mun taka þann seinni leik líka á morgunn (ég sleppti deildarleiknum þar sem hann byrjaði hálf átta um morguninn).


Fór á Eels tónleika á miðvikudaginn sem var slappur þannig að maður fer sem fæst orð um það.

En á laugardaginn brá ég mér a kreik. David sem ég deili íbúð með, dró mig í sjálfboðavinnu sem hann vinnur fyrir. Samtökin heita publicolor og áður en ég vissi af var ég kominn Dangerous Minds á þetta. Upp í öxl í ghetto-inu að mála grunnskóla með einhverjum grunnskólakrökkum. Komst að því til dæmis að ég væri mjög "jiggy" og það væri mjög "whack" að ég væri frá Íslandi. Ég veit ekki hvort er verra að vera kallaður þessum nöfnum eða lýsa atvikinu með gæsalöppum. En ghettó-ið var helvíti skemmtilegt. Þið getið skemmt ykkur við að reyna finna mig á myndinni :)

Kveldið sem kom í kjölfarið var líka mjög þétt. Adam átti miða á Jens Lekmann sem ég fyrir einhverja ástæðu hafði ekki komið mér í að chekka á. Þannig að ég þurfti ad fara til New York til þess að uppgvötva mannin. Mjög góðir tónleikar. í kjölfarið af þvi var svo partý og gleði einhversstaðar i Bushwick, Brooklyn sem var haldið af mjög huggulegum ítölskum frænkum.

Meira var það ekki

8 comments:

Gummi said...

Þú ert í grænum bol...veit samt ekki alveg hvorum. En flott að þú sért kominn með þitt eigið possy, ánægður með þig. :D

Auðunn said...

HEHE Get nú ekki sagt að það hafi verið erfitt að finna þig á myndinni :-) En flott að það sé nóg að gera hjá þér ! Nú er bara að vona að þú finnir vinnu sem fyrst.
Forgangsröðin samt greinilega á réttu róli , búinn að finna þéttann breskan Liverpool pub :-) Helvíti gott . Nú er bara að krossleggja fingur og vona að við sláum út h%#$/&%$ Arsenal , oh það myndi þagga niður í svo mörgum leiðinlegum ars aðdáendum sem hafa rifið alltof mikinn kjaft síðustu misseri. Jæja bið að heilsa gamli og gangi þér vel með allt. Kv. Auðunn

Anonymous said...

Hæ græni.
Auðvita fundum við þig strax á myndunum. Flott að þú ert að samlagast ,,grjónunum og njólunum".
Engin rasistagangur hér.
Allt í góðu í Kópó.
Vertu duglegur að blogga!
Helst á hverjum degi ef þú hefur tækifæri.

Stjáni said...

Flottur Hermann, vona svo sannarlega að þú hafir náð geðveikinni á Anfield í gær!
Ég horfði á þetta með Gumma frænda, Friðjóni og Big Daddy Sha. Hann var ekki sáttur en við hinir hoppuðum af gleði.

Mundu nú að fara eftir lífsreglunum 4,og njóttu lífsins!

Pís át!

Pétur said...

Já, þetta er sannkölluð urban assault hjá þér, beint til New York í slömmið að hjálpa krakkbörnum! En þetta er fallega gert hjá þér, vonandi líður þér vel í sálinni

Anonymous said...

Whack!

Anonymous said...

Sæll bróðir!

Lífið hérna heima gengur sinn vana gang. Stemmingin Á Classic Rock á þriðjudaginn var mögnuð, ég hef hins vegar ekki þorað að tala við pabba eftir það....he he. Rúmur mánuður í að Íslandsmótið í fótbolta byrjai. Breiðablik Íslands- eða bikarmeistarar þetta árið! Hef að vísu ekkert séð af leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu, en þetta lítur vel út. Dólgurinn hann bróðir okkar er farinn að sprikla í bolta með Augnablik.

Móðir okkar er búinn að taka að sér nýjan fjölskyldumeðlim:
http://www.mbl.is/mm/myndasafn/detail.html?id=198294;leit_id=kisa-1207831958;leit=kisa;booltype=and;wordtype=exact;start=;end=;;offset=0

Annars segi ég bara bless í bili og óska þér góðs gengis í streðinu þarna úti.

Kv.Friðjón

Úlfur said...

Gaman að sjá að þú sést orðinn góði gæinn. Djöfull er Liverpool æðislegt lið, stemming á Classic Rokk var vissulega mjög góð, nema í u.þ.b. eina og hálfa mínutu, eftir að Arsenal jafnaði 2-2. Þú ert að taka Urban Assault í nýjar hæðir þarna í slömminu.