Tuesday, April 1, 2008

Liggur i faðmi Lafayette

Maðurinn er lentur og hefur það gott. Íbúðin lítur frábærlega út. Lenti í tæplega 20 gráðum minn fyrsta dag og ég gæti ekki verið að fríka meira út. Meðleigundirnir eru nú að elda handa mér innflutningsmáltíð og lífið er gott. Hverfið er gullfallegt og verður þeim mun fallegra þegar sumarið kikkar inn og já ég er ennþá atvinnulaus.

Ég vill bara þakka Hrefnu og Ingvari fyrir gullfallega og góða máltið og ekki var "WII" party-ið verra. Kveldið var mjög ljúft og nokkuð ljóst ad maður á góða að.

By the way...
eg er kominn med simanumer uti...
+001-917-620-4124

10 comments:

Anonymous said...

Hæ kæri bróðir!
Laugardagskvöldið var nett! Wii-karaoke.....og Aerosmith samsöngurinn á Kofanum. Hvað getur maður beðið um meira???

Gangi þér vel í atvinnuleitinni og vertu duglegur að blogga, það er gaman að fylgjast með þér þarna úti.

Áfram Liverpool!
Kv.Friðjón

Pétur said...

Já nærðu leiknum í kvöld? Kaninn horfir náttúrlega ekkert á fótbolta. Ég og Tommi horfðum á HM 06 þarna úti og þeir kunna ekki einu sinni að horfa á fótbolta, ekki eins og það sé mjög erfitt. En þeir voru með tölfræðina alveg á hreinu, hver hafði átt flestar stoðsendingar o.fl. algjör skandall. Annars er landnúmerið +001 held ég...
Skemmtu þér vel og vertu okkur til sóma!

Auðunn said...

Hefði rosalega viljað hitta þig áður en þú fórst gamli !! Hefði ég vitað af ykkur hjá Hrefnu þá hefði ég nú trítlað yfir !!! En jæja ég fylgist með hérna og gangi þér vel að finna vinnu !! Kv. Auðunn

Stjáni said...

Sæll Hermann.

Ég veit að þú verður landi og þjóð til sóma. Þakka þér kærlega fyrir skemmtilegt Laugardagskvöld. Vona
að þú njótir lífsins þarna úti og ég veðja á þú verðir kominn með vinnu innan skamms!

Tek undir með Friðjóni, vertu duglegur að blogga, það er gaman að fylgjast með þér.

Peace!!
kv.Stjáni

Úlfur said...

Sæll gamli,
Gaman að heyra að lífið sé ljúft.
Frétti að þú værir búinn að finna Liverpool pub á Manhattan,þannig að þú hefur væntanlega skemmt þér vel í gærkvöldi, þökk sé dananum í Arsenal.
Vertu duglegur að blogga, þó svo að það séu engir íslenskir stafir.

Lygi said...

Þetta er gullfallegt líf. En mundu: fegurðin er sjaldan sönn. Og sannleikurinn aldrei fallegur.

Gangi þér annars vel. Mæli með að þú komir þér í softball lið í Central P.

Tómas Beck said...

Blessaður -, sjaldan er ein báran stök. Hvað sem það nú þýðir þá er gott að þú sért kominn í næstu heimahöfn. Bara svo þú gleymir okkur og landi ekki læt ég fylgja hér ljóð Sigvalda Kaldalóns:

Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans.
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.

Ingvar �rn said...

Sælir,
Gott að þetta er gott stuff! Gaman að heyra að þú varst ánægður með laugardagskvöldið, þetta var stuð:) Gangi þér vel að komast í atvinnudeildina í fótbolta, það ætti að ganga þarna úti:) Tæklaðu svo einhverja vinnu, "YOU CAN DO IT!" Hafðu það sem allra best.
Fylgjumst spennt með...

Kveðja Ingvar og Hrefna

Anonymous said...

Til hamingju med Vesturheiminn sem tekur a moti ther med opnum ormum. Gaman ad getad fylgst med ther og thinum outreiknalegu aevintyrum a blogginu thinu. Gakk nu fram og naeldu ther i vinnu. Ef erfitt verdur ad fa vinnu i byrjun er alltaf haegt ad breikdansa a straetum GreenVillage fyrir skilding eda tvo.
Stay cool Willy C., stay cool forever.

Anonymous said...

hafðu það ótrúlega gaman og gott úti sæti minn:)

Knús knús

Kata