Tuesday, April 15, 2008

Þagnareið, 17 tíma vinnudagar, Budweizer og Hokkí

Er orðinn rangeygður á að sitja við tölvuskjá og klippa. Kanadjöfulinn og yfirmaður minn hann Mike (sem minnir á stundum óþyrmilega á Ari Gold í entourage.... Bamm this and Bamm that og getur ekki hætt að tala). Fyrir utan Budweizer drykkju og ótæmandi íshokkí- og hafnarboltaáhuga.
Samhliða klippivinnu þá sit ég á bjórsvamli hjá þeim í stúdíó-inu og læri að horfa á hokkí og hafnarbolta(ekki viss um hvort ég kom til New York fyrir það, en það gerist ekki bandarískara). En þetta blessaða verkefni verður búið á mánudaginn.

Á þriðjudaginn mun ég sofa út vakna, taka lestina upp á 11th street pub þar sem ég mun fótboltabullast yfir sigri Liverpool yfir Chelsea :). Sá leikur er klukkan þrjú um daginn. Svo um kveldið virðist vera að ég sé að fara á upscale góðgerðar-gala fyrir þetta blessaða Publicolor grín. Það verður áhugavert.

Á fimmtudaginn mun ég tölta niður heimagötu mína og fara á Múm og Hjaltalín tónleika. Gott að flytja mig í aðra heimsálfu til þess eins að fara á tónleika með íslenskum hljómsveitum.

Í síðustu viku stökk ég og hitti á kontakt fyrir annað verkefni. Þetta var að vísu verkefni sem ég myndi ekki fá borgað fyrir en mér er nokk sama meðan ég væri atvinnulaus. Michael Nova hjá Nova Músik hét hann þannig að þetta leit nokkuð sannfærandi út og mér leist ágætlega á verkefnið þangað til ég mætti inn í stofu heim til hans þar sem hann lét mig skrifa undir samning um þagnareið varðandi verkefnið. Eftir það skellti hann því framan í mig að hann væri að biðja mig um tveggja mánaða launalausa vinnu. Þannig að ég og Michael virðumst ekki eiga samleið.

Annað verkefni sem ég tók að mér er 5 mín. "pilot" fyrir raunveruleikaþátt. Engin greiðsla en ef þátturinn verður tekinn upp af sjónvarpsstöðinni þá mun ég fá borgað. 3-4 daga vinna. Tveir kvenmenn sem vinna í bransanum og gott að fá kontakta.

Svo að sama skapi er ég í sjálfboðavinnu fyrir Tribeca Film Festival sem verður í gangi næstu tvær vikur. Hrúga af myndum og spennandi atburðum. Eitt af því er Once Upon A Time in the West sem verður sýnt í gullfallegu gömlu bíóhúsi.

Þannig að það virðist vera nóg að gera næstu vikur. Lítið af peningum eftir þetta gigg en Ce la Vie.

Þetta var compact blogg útgáfan af mínum dögum.

7 comments:

Anonymous said...

Mundu Hermann minn að góðir hlutir gerast hægt ;-)
Knús
uppáhaldsmammmmmmmaþín og Bella

Anonymous said...

Beisboll er æði!

Þú verður að halda með Mets, ekki Yankees!

WEAR SUNSCREEN!

Tómas Beck said...

Ég vil að þú skrifir undir þagnareið gagnvart öllu sem ég og þú höfum nokkurn tímann talað um eða komum til með að tala um. Launalaust.... Nei ég er að reyna grínast en er ekki að finna mojoið í dag. Vertu svalur og skemmtuþér vel á tónleikunu. Kannski færðu kveðju frá tónlistarmönnunnum. Ég hitti þá á leið til NY og bróðir hennar Höllu er að tromma í Hjaltalín þannig þú ferð með þeim á lífið og sýnir þeim að showi loknu..þ

Gummi said...

Slepptu þessum leik, þið tapið hvort eð er - óþarfa bömmer fyrir þig.
Sestu frekar niður og klipptu þangað til að það fer að blæða úr fingurgómunum. Þú hefur hvort eð er ekkert betra að gera ;)

Pétur said...

Flottur þessi þagnareiður! Alltaf jafn ömurlegt að vera frá Íslandi og skilja ekki neitt í íshokkí

Auðunn said...

Íshokkí er frábært sport og geðveikt að fara á leik, ég tékkaði á þessu í Noregi . . en það er greinilega nóg að gera hjá þér og akkúrat núna er stutt í að liv flengi Che !!! vona innilega að þú farir að fá helling borgað ! se la vi Auðunn

Anonymous said...

Blessaður bróðir!

New York, Anfield Road og Classic Rock. Þriðjudagur 22.apríl!
"John Arne Riise,
úúú aaa.
I want to know,
how you scored that goal!"

Gaman samt að heyra að þú sért kominn á gott skrið. Hérna heima er það bara svoldið same shit, diffrent day! Góða skemmtun á Múm & Hjaltalín, ég hef ekki náð sambandi við Búdrýgindis piltana, en sendi þeim sms.
Kv.Fritz