Beastie Boys - No Sleep Till Brooklyn | ||
Found at skreemr.com |
Nú eru rétt rúmlega 2 vikur þangað til gleðin hefst. Stefnan er tekinn á Williamsburg, Brooklyn.
Ég skiptist á milli þess að hlakka ósegjanlega til og svo vera að fríka út útaf vitleysunni sem ég hef komið mér í. Lítið við því að gera núna þar sem það bíður mín ekkert á skerinu nema atvinnuleysi og helvítis snjórinn sem virðist ekki geta farið.
Adam Gordon félagi minn mun bjarga mér fyrst um sinn þegar ég mæti á svæðið en annars er ég byrjaður að skanna að leigja mér herbergi og vera þá meðleigjandi helst í Williamsburg þá. Markaðurinn er stór og virðist kaninn hafa gaman að því að fá umsóknir frá Íslending og það virðist vera mér til góðs(ekki stór markaður fyrir Íslendingahatara þarna í stóra eplinu).
Svo ofaná húsnæðisleysið þá er ég að sama skapi atvinnulaus þegar ég kem þarna út. Að sama leyti með atvinnumarkaðinn og húsnæðismarkaðinn þá er hann stór en kannski með aðeins sterkari kröfur(jafnvel atvinnuleyfi!!! :)). En það verður bara koma í ljós.
Í versta falli verð ég "drunk in Brooklyn" í þrjá mánuði og kem heim í meðferð....
2 comments:
Þetta verður algjör snilld Hemmi!! hvernig svo sem þetta fer.. ekkert að því að vera fullur í þrjá mánuði, hehe ;)
Big shout out frm Thiruvananthapuram kv. Tommi
Post a Comment