Monday, March 24, 2008

Jesú skriðin af krossinum

Páskarnir að líða undir lok. Þetta hefur verið nokkuð samkvæmt formúlunni. Ofát, fjölskyldusamkomur, félagadrykkja, þynnka, lélegur fótbolti, borðspil, Will Ferrell sem skattakarl og jafnvel svo sem eitt páskaegg.

Sirkús sat undir árásum á þessari heilögu hátíð þar sem einhver sá sér ástæðu að kveikja í kofanum, hauskúpa stakk upp hausnum í sumarbústaðalandi í Kjósarhreppi en ekkert að óttast þar sem hjólhýsaeigandi kom og lýsti sig yfir sem eiganda hauskúpunar. Enginn ástæða til þess að líta á þetta nánar. Tíbetbúar eitthvað óhressir og 17 ára Selfyssingur var skráður týndur í 25 mínútur. Hann hefur greinilega tekið sér of langan tíma að leita sér að páskaegginu sínu.

"Enginn veit hvað undir annars stakk býr"
Var málshátturinn minn í ár. Ekki veit ég hvernig ég á að lesa í hann. Set það í hendurnar á ykkur sem lesa þessa blessuðu bloggsíðu mína. Annars hefur þetta verið tíðindalaust og með jafnaðargeði eins og stefnan var tekin í ljósi þess að maður er að fara út eftir slétta viku núna.

Lag færslunar er með Vampire Weekends...

No comments: