Tuesday, March 25, 2008

Ég stekk á bak og við stormum nú af stað...


Nú á seinustu metrunum virðist ég vera finna veika punktinn í þessu yfirvofandi ferðalagi mínu. Það er að skilja við góðvin minn til margra vikna. Hér er um að ræða Toyota Tercel-inn minn. Ég setti vandamálið í skaut föður míns og gróf vandamálið þar. Með von um að hann myndi finna draumalausn á þessu vandræðalega ástandi mínu. En þegar nær dregur sé ég að ég gæti þurft að grípa til annara úrræða.

Tercel-inn(ég skal ekki ljúga) er í allt í lagi ástandi. Ég mundi ekki segja að hann myndi hlaupa í gegnum skoðun, en eftir smáyfirferð og kynferðisgreiða við skoðunarmanninn þá er jafnvel að hann gæti keyrt um götur bæjarins án þess að líða líkt og þjófi að nóttu. En það verður ekki litið fram hjá því að þetta er fornbíl með gríðarmikla sögu. Gríðarlega fallegt eintak og ef allt gengur upp þá er jafnvel hægt að skoða það að láta hið fornfálega kassettu safn fylgja með....

Það eru titlar eins og:
- Michael Jackson - Bad
- Never Ending Story - Original Soundtrack
- David Bowie - Let's Dance
- David Bowie - Golden Years
- Guðmundur Karlsson - Jólasögur
- Deep Purple - Fireball
- 30 mínútur af útvarpslýsingu handknattleik Ísland-Svíþjóð frá 1989 og svo á hinni hliðinni er bylgjulistinn frá sama ári (frá sæti 14 til 6)
- Svo eru fleiri fleiri titlar að ógleymdri safnkassettu UK-17 með titlum eins og ofantalið gríðarsterka 1700 vindstig með Karli Örvarsyni, Bræðrabandalaginu með Sólarsamba og Ný Dönsk með fram á nótt svo fáein séu nefnd.

Þannig að ef einhver gæti hjálpað mér að finna farsæla lausn handa mér og fák mínum gæti sá sami fengið gamalt páskaegg frá Skjá Einum.

2 comments:

Anonymous said...

Deep Purple er nú ekkert slor

hjörvar said...

hahahah Hemmi, það er ótrúlegt hvað þetta bílhrak er í miklum metum hjá þér.. ég þori samt að veðja að eina ástæðan fyrir þvi sé að þú hafir aldrei átt bíl áður.