Thursday, March 20, 2008

Lafayette friggin' Avenue

Katrina & The Waves - "Walking on Sunshine"
Lífið er ljúft þessa daganna. Í dag á ég heimili. Í dag hoppaði ég yfir eina af nokkrum þeim grindum sem liggja fyrir framan mig í því grindahlaupi sem ferð mín til New York er. Nokkrir góðhjartaðir Brooklyn búar sáu auman á mér og buðu mér herbergi. Lafayette breiðgata er staðsetning heimili míns næstu mánuði fyrir þá sem munu koma og kíkja á kappann. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að kíkja í kaffi mæli ég með að klikka hér. Brosið er að koma sér þægilega fyrir og má segja að ég gangi á sólskini eins og staðan er núna. Flogið verður eftir 10 daga og get ég sagt að atvinnuleysi hefur sjaldan verið svo baðað glæsiljóma (já, ég veit að glæsiljóma er ekki orð).

Annars vill ég nýta tækifærið og þakka Tómasi Beck fyrir að hýsa okkur vinina síðastliðin miðvikudag. Gleðin var góð og selskapurinn ekki verri. Ég er því til sönnunar enn að bera þess merki. Wind of Change tekið á gallsúra kareókí staðnum fyrir neðan gamla L.A. Café er jafnvel önnur betri og haldbærari sönnun.
Scorpion - "Wind of Change"

1 comment:

Anonymous said...

Hermann Nafni Hermannsson! nennirðu að segja frá því einhversstaðar í blogginu hvað þú ert að gera í NY? fórstu í skóla eða einhverja ákveðna vinnu? eða fórstu bara út með ekkert, sem gerir þig sjálfkrafa að Bjartsýnisverðlaunahafa Brösters og hugrekkisverðlaun Hannesar einnig! Ánægður með þig, farðu á W76th Street á Vinnies Pizza og fáðu þér eina, ef staðurinn er enn opinn þeas! á hæðinni fyrir ofan bjó ég með bróður þínum í 6 vikur back in the day! Good luck!
Hannes!