Tuesday, March 18, 2008

Sagan kvödd

Síðasti vinnudagurinn fyrir hönd Saga Film runninn upp. Ég hef dvalist nú í landi auglýsinga í 6 mánuði. Lært og unnið mikið. Þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri að vinna í þessu fyrirtæki sem er með íhlut í stærstum hluta af verkefnum innan míns geira. Gerði samt ekki ráð fyrir að dvöl mín yrði eins stutt og hún varð en Nýja Jórvík náði að læsa klónum djúpt í hugsunum mínum og nú í viðleitni minni við að losna úr viðjum hennar þá stekk að því virðist vera beinustu leið í kreppu Bandaríkjanna.

Ég kann að tímasetja þetta!

Modest Mouse - "Bankrupt on Selling"

1 comment:

Anonymous said...

Jæja, það styttist að ungi litli fljúgi úr hreiðrinu (í orðsins fyllstu). Við bíðum spennt að sjá hvort vængirnir eru ekki stórir og sterkir og beri þig á vit ævintýranna Hermann minn. Þetta verður bara gaman og mamma gamla öfundar þig pínu;)
Hefði viljað þora svona hlutum þegar hún var ,,yngri"
knús
uppáhaldsmammaþín