Sunday, January 6, 2008

Seinasti Jólasveinninn


Jæja þá er enn og ný komið að því. Dólgurinn á afmæli enn á ný og nú er "litli" bróðir orðinn 21. árs. Til hamingju og í þetta skiptið virðist ég vera að sleppa við að halda teiti honum til höfuðs.

Síðasta ár hefur farið tiltölulega vel með kappann. Helst ber að nefna þá evrópuferð með Unni. En ég verð að klappa Unni lof í lófa að umbera dólginn þrátt fyrir að hafa verið dreginn á 85% af öllum fótboltaleikjum í álfu sem kennd er við Evrópu.

Fyrir þá sem eru með puttana á púlsinum geta kannski hjálpað mér að finna mér nýtt fótboltalið til þess að styðja. Mínir menn í bítlaborginni eiga nefnilega ó stökustu erfiðleikum með að vinna lið sem er með minni stúku en valsmenn (sem bæ þe vei ég er að fara byrja æfa með).

En annars getur maður kannski endað vikuna með vænu sunnudagslagi.
En það er enginn annar en stjórinn sjálfur. Hef verið að hlusta á Born in the U.S.A. þessa vikuna og þetta lag hefur náð einhverjum tökum á mér
Bruce Springsteen - I'm on fire

1 comment:

Anonymous said...

Það er eins gott fyrir þig að æfa þig að blogga svo við getum fylgst með þér í borg óttans