Enn og aftur er komið að því. Stórmót í handbolta! Það verður að segjast að þótt maður allajafna horfi þeim mun frekar á fótbolta heldur en handbolta þá er lítið í stöðunni en að fleygja öllu frá sér þegar landsliðið í handbolta tekur upp harpex dolluna.
Kannski er það af því að þetta er eina íþróttin sem Íslendingar eiga möguleika á að skapa sér nafn innan í sögu íþrótta. Eða kannski af því að íþróttin sem slík er gríðarlega hröð og ekki fyrir þá sem eru með hérahjörtu.
Fyrsti leikur er á móti félagslegu raunsæu Svíunum. Við skulum vona að við byrjum þetta vel.
Þangað til seinna.
No comments:
Post a Comment