Friday, January 18, 2008
Thursday, January 17, 2008
Háfleygir draumar
Enn og aftur er komið að því. Stórmót í handbolta! Það verður að segjast að þótt maður allajafna horfi þeim mun frekar á fótbolta heldur en handbolta þá er lítið í stöðunni en að fleygja öllu frá sér þegar landsliðið í handbolta tekur upp harpex dolluna.
Kannski er það af því að þetta er eina íþróttin sem Íslendingar eiga möguleika á að skapa sér nafn innan í sögu íþrótta. Eða kannski af því að íþróttin sem slík er gríðarlega hröð og ekki fyrir þá sem eru með hérahjörtu.
Fyrsti leikur er á móti félagslegu raunsæu Svíunum. Við skulum vona að við byrjum þetta vel.
Þangað til seinna.
Wednesday, January 16, 2008
Íbúðaferli
Agalega getur verið leiðinlegt að leigja út íbúð. Hugtök eins og Tryggingavíxill, Bankaábyrgð, tíma- og ótímabundinn samningur, úttekt á leiguhúsnæði og what the fuck. Annars ber ég mig ágætlega þrátt fyrir að standa í miðju íbúðavandræðagangi samhliða hinu almenna janúarþunglyndi sem herja á alla landsmenn, leigusala jafnt sem leigendur.
Jonni frændi átti afmæli í gær. Hinir stóru fjórir fjórir(það er 44 ára fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa í vondu beinu ensku þýðingu mína). Til hamingju Jonni.
Jonni frændi átti afmæli í gær. Hinir stóru fjórir fjórir(það er 44 ára fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa í vondu beinu ensku þýðingu mína). Til hamingju Jonni.
Thursday, January 10, 2008
Endurkoma ársins!
Landsmenn læsið að ykkur! Stórtíðindi eru á lofti. Nei, ég er ekki að tala um að Tommy Lee er að koma á skerið heldur er Urban Assault að safna kröftum. Blikur eru á lofti að valinkunnir einstaklingar í þessu gengi muni koma sér saman á ný. Staðsetningin er óvænt, Álftamýraskóli verður nú fyrir barðinu á okkur. Þannig að þeir sem eiga stefnumót í Safamýrini eftir kl. 18 á föstudagskveldið skulu hugsa sig betur um. Því Urban verður þar. Ég vil enda þetta á fleygum frasa frá engum öðrum en Ragga T. sem hann lét frá sér fyrir ofangreint tilefni:
"BERJAST!"
Sunday, January 6, 2008
Seinasti Jólasveinninn
Jæja þá er enn og ný komið að því. Dólgurinn á afmæli enn á ný og nú er "litli" bróðir orðinn 21. árs. Til hamingju og í þetta skiptið virðist ég vera að sleppa við að halda teiti honum til höfuðs.
Síðasta ár hefur farið tiltölulega vel með kappann. Helst ber að nefna þá evrópuferð með Unni. En ég verð að klappa Unni lof í lófa að umbera dólginn þrátt fyrir að hafa verið dreginn á 85% af öllum fótboltaleikjum í álfu sem kennd er við Evrópu.
Fyrir þá sem eru með puttana á púlsinum geta kannski hjálpað mér að finna mér nýtt fótboltalið til þess að styðja. Mínir menn í bítlaborginni eiga nefnilega ó stökustu erfiðleikum með að vinna lið sem er með minni stúku en valsmenn (sem bæ þe vei ég er að fara byrja æfa með).
En annars getur maður kannski endað vikuna með vænu sunnudagslagi.
En það er enginn annar en stjórinn sjálfur. Hef verið að hlusta á Born in the U.S.A. þessa vikuna og þetta lag hefur náð einhverjum tökum á mér
Bruce Springsteen - I'm on fire
Saturday, January 5, 2008
Breyttir tímar
Þá er sambúðin að líða undir lok. Í febrúarbyrjun fer Háteigsvegurinn í hendurnar á öðru og kannski betra fólki. Eins og kannski sést þá eigum ég Lygin ekki samleið lengur. Grettisgatan tekur honum kannski betur. En ég fer beinustu leið í ógæfu og djöfuldóm í borg óttans.
Ef einhver þarna úti er að leita að retró 70's íbúð til leigu á besta stað í 105 með öllum tilheyrandi húsgögnum. Þá er hægt að hafa samband.
Ef einhver þarna úti er að leita að retró 70's íbúð til leigu á besta stað í 105 með öllum tilheyrandi húsgögnum. Þá er hægt að hafa samband.
Friday, January 4, 2008
Ég er ekki hérna
Furðulöng vinnuvika er nú loka að fara láta sig hverfa. Merkilegt hvað þrír dagar geta liðið eins og tólf. En ljósið í enda ganganna er í boði græna ljósins.
Kvikmyndin I'm not there eftir Todd Haynes er nú loks að koma á skerið. Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere, Heath Ledger og Ben Whishaw ætla hjálpa okkur í gegnum janúar þunglyndið með þeirra túlkun á folk-tröllinu Bob Dylan.
Strax er byrjað að skrafa um óskarinn handa Cate Blanchett sem Dylan.
Annars bið ég ykkur vel að lifa nú á þessum snúnu heilsuræktardögum svartnættisins.
Góða helgi
Kvikmyndin I'm not there eftir Todd Haynes er nú loks að koma á skerið. Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere, Heath Ledger og Ben Whishaw ætla hjálpa okkur í gegnum janúar þunglyndið með þeirra túlkun á folk-tröllinu Bob Dylan.
Strax er byrjað að skrafa um óskarinn handa Cate Blanchett sem Dylan.
Annars bið ég ykkur vel að lifa nú á þessum snúnu heilsuræktardögum svartnættisins.
Góða helgi
Wednesday, January 2, 2008
Afeitrun 2008
2008 er dottið inn með tilheyrandi loforðum um betrumbætingu. Geng í það um leið og ég hætti að vera þunnur. Annars er það ekki meira fyrir ykkur í dag.
Subscribe to:
Posts (Atom)