Friday, April 25, 2008
Please vote!
Kvikmyndahátíðin var sett á fót á sínum tíma til þess að styrkja miðbæinn eftir 9/11(sem ég vissi ekki). Og fólk virðist vera ennþá að koma og gefa vinnu sína minningu þeirra atburða.
Anyhows, maður fékk strax á fyrsta degi að hitta á celeb. Isabella Rossilini (eða bara Bella, eins og ég kalla hana) mætti á fyrstu sýninguna sem ég vann við. Þannig að ég fékk tækifæri að rétta henni kosningaseðil og biðja hana að kjósa. Starstruck:)Mun síðan þjóta í fyrramálið og vonandi ná miðum á Once Upon A Time In The West. En ég var að frétta að sýningin verður í MoMa(Museum of Modern Art). Sem bæ þe vei Ólafur Elíason er með sýningu þar þessa stundina
Wednesday, April 23, 2008
Teygt úr sér og andað!
Sit í afslöppun þessa stundina. Tónleikarnir með Múm og Hjaltalín nýbúnir. Krakkarnir úr 101 voða sætir og hressir. Tónleikastaðurinn var helvíti skemmtilegur. Masonic Temple er sirka 5 mín. ganga upp götuna hjá mér sem er tiltölulega þægileg staðsetning. Það virðist vera að þeir séu nýbyrjaðir með tónleika í þessu húsnæði. Allt er í upprunalegu ástandi, bókstaflega. Því staðurinn er að drabbast niður en að mínu mati er það stór hluti af hverju ég er hrifinn af honum.
Sem er eins gott því á föstudaginn fer ég aftur á the masonic temple en í þetta skiptið er það I'm from Barcelona. Indí Popp frá Jönköping, Svíþjóð.
Eins og sést þá er þessi hljómsveit í heild sinni næstum því 30 meðlimir. Hvort þeir verði allir mættir á föstudaginn set ég spurningamerki við >?<
Tuesday, April 15, 2008
Þagnareið, 17 tíma vinnudagar, Budweizer og Hokkí
Samhliða klippivinnu þá sit ég á bjórsvamli hjá þeim í stúdíó-inu og læri að horfa á hokkí og hafnarbolta(ekki viss um hvort ég kom til New York fyrir það, en það gerist ekki bandarískara). En þetta blessaða verkefni verður búið á mánudaginn.
Á þriðjudaginn mun ég sofa út vakna, taka lestina upp á 11th street pub þar sem ég mun fótboltabullast yfir sigri Liverpool yfir Chelsea :). Sá leikur er klukkan þrjú um daginn. Svo um kveldið virðist vera að ég sé að fara á upscale góðgerðar-gala fyrir þetta blessaða Publicolor grín. Það verður áhugavert.
Á fimmtudaginn mun ég tölta niður heimagötu mína og fara á Múm og Hjaltalín tónleika. Gott að flytja mig í aðra heimsálfu til þess eins að fara á tónleika með íslenskum hljómsveitum.
Í síðustu viku stökk ég og hitti á kontakt fyrir annað verkefni. Þetta var að vísu verkefni sem ég myndi ekki fá borgað fyrir en mér er nokk sama meðan ég væri atvinnulaus. Michael Nova hjá Nova Músik hét hann þannig að þetta leit nokkuð sannfærandi út og mér leist ágætlega á verkefnið þangað til ég mætti inn í stofu heim til hans þar sem hann lét mig skrifa undir samning um þagnareið varðandi verkefnið. Eftir það skellti hann því framan í mig að hann væri að biðja mig um tveggja mánaða launalausa vinnu. Þannig að ég og Michael virðumst ekki eiga samleið.
Annað verkefni sem ég tók að mér er 5 mín. "pilot" fyrir raunveruleikaþátt. Engin greiðsla en ef þátturinn verður tekinn upp af sjónvarpsstöðinni þá mun ég fá borgað. 3-4 daga vinna. Tveir kvenmenn sem vinna í bransanum og gott að fá kontakta.
Svo að sama skapi er ég í sjálfboðavinnu fyrir Tribeca Film Festival sem verður í gangi næstu tvær vikur. Hrúga af myndum og spennandi atburðum. Eitt af því er Once Upon A Time in the West sem verður sýnt í gullfallegu gömlu bíóhúsi.
Þannig að það virðist vera nóg að gera næstu vikur. Lítið af peningum eftir þetta gigg en Ce la Vie.
Þetta var compact blogg útgáfan af mínum dögum.
Saturday, April 12, 2008
Working the Night Train
Gleðilegan og hressilegan daginn
Stór tíðindi! Það er allt útlit fyrir að strákurinn sé búinn að útvega sér sína fyrstu atvinnu í hinni stóru borg sem New York er.
Merkilegt nokk þá virðist allt stefna í það að ég muni klippa kynningarmyndband fyrir publicolor góðgerðarstarfsemina sem ég vann fyrir síðastliðin laugardag í Bed-Stuy(sjá síðustu færslu). Það var kameru krew að skjóta þann dag sem ég spjallaði lítilega við og ég lét þá hafa kontakt upplýsingarnar mínar auk þess aðgang að online-ferilskránni minni.
Sýningardagur er 22. þessa mánaðar þannig að ef allt fer eftir áætlun þá mun ég sitja sveittur í svítunni þeirra að klippa efnið niður. Það verður síðan sýnt á fjáröflunar-gala þar sem fólk mun útdeila ávísunum eins og vindurinn í publicolor starfsemina.
Monday, April 7, 2008
Fyrsta vika
Fór á Eels tónleika á miðvikudaginn sem var slappur þannig að maður fer sem fæst orð um það.
En á laugardaginn brá ég mér a kreik. David sem ég deili íbúð með, dró mig í sjálfboðavinnu sem hann vinnur fyrir. Samtökin heita publicolor og áður en ég vissi af var ég kominn Dangerous Minds á þetta. Upp í öxl í ghetto-inu að mála grunnskóla með einhverjum grunnskólakrökkum. Komst að því til dæmis að ég væri mjög "jiggy" og það væri mjög "whack" að ég væri frá Íslandi. Ég veit ekki hvort er verra að vera kallaður þessum nöfnum eða lýsa atvikinu með gæsalöppum. En ghettó-ið var helvíti skemmtilegt. Þið getið skemmt ykkur við að reyna finna mig á myndinni :)
Kveldið sem kom í kjölfarið var líka mjög þétt. Adam átti miða á Jens Lekmann sem ég fyrir einhverja ástæðu hafði ekki komið mér í að chekka á. Þannig að ég þurfti ad fara til New York til þess að uppgvötva mannin. Mjög góðir tónleikar. í kjölfarið af þvi var svo partý og gleði einhversstaðar i Bushwick, Brooklyn sem var haldið af mjög huggulegum ítölskum frænkum.
Meira var það ekki
Tuesday, April 1, 2008
Liggur i faðmi Lafayette
Ég vill bara þakka Hrefnu og Ingvari fyrir gullfallega og góða máltið og ekki var "WII" party-ið verra. Kveldið var mjög ljúft og nokkuð ljóst ad maður á góða að.
By the way...
eg er kominn med simanumer uti...
+001-917-620-4124