Sunday, March 30, 2008
Tuesday, March 25, 2008
Ég stekk á bak og við stormum nú af stað...
Nú á seinustu metrunum virðist ég vera finna veika punktinn í þessu yfirvofandi ferðalagi mínu. Það er að skilja við góðvin minn til margra vikna. Hér er um að ræða Toyota Tercel-inn minn. Ég setti vandamálið í skaut föður míns og gróf vandamálið þar. Með von um að hann myndi finna draumalausn á þessu vandræðalega ástandi mínu. En þegar nær dregur sé ég að ég gæti þurft að grípa til annara úrræða.
Tercel-inn(ég skal ekki ljúga) er í allt í lagi ástandi. Ég mundi ekki segja að hann myndi hlaupa í gegnum skoðun, en eftir smáyfirferð og kynferðisgreiða við skoðunarmanninn þá er jafnvel að hann gæti keyrt um götur bæjarins án þess að líða líkt og þjófi að nóttu. En það verður ekki litið fram hjá því að þetta er fornbíl með gríðarmikla sögu. Gríðarlega fallegt eintak og ef allt gengur upp þá er jafnvel hægt að skoða það að láta hið fornfálega kassettu safn fylgja með....
Það eru titlar eins og:
- Michael Jackson - Bad
- Never Ending Story - Original Soundtrack
- David Bowie - Let's Dance
- David Bowie - Golden Years
- Guðmundur Karlsson - Jólasögur
- Deep Purple - Fireball
- 30 mínútur af útvarpslýsingu handknattleik Ísland-Svíþjóð frá 1989 og svo á hinni hliðinni er bylgjulistinn frá sama ári (frá sæti 14 til 6)
- Svo eru fleiri fleiri titlar að ógleymdri safnkassettu UK-17 með titlum eins og ofantalið gríðarsterka 1700 vindstig með Karli Örvarsyni, Bræðrabandalaginu með Sólarsamba og Ný Dönsk með fram á nótt svo fáein séu nefnd.
Þannig að ef einhver gæti hjálpað mér að finna farsæla lausn handa mér og fák mínum gæti sá sami fengið gamalt páskaegg frá Skjá Einum.
Monday, March 24, 2008
Jesú skriðin af krossinum
Páskarnir að líða undir lok. Þetta hefur verið nokkuð samkvæmt formúlunni. Ofát, fjölskyldusamkomur, félagadrykkja, þynnka, lélegur fótbolti, borðspil, Will Ferrell sem skattakarl og jafnvel svo sem eitt páskaegg.
Sirkús sat undir árásum á þessari heilögu hátíð þar sem einhver sá sér ástæðu að kveikja í kofanum, hauskúpa stakk upp hausnum í sumarbústaðalandi í Kjósarhreppi en ekkert að óttast þar sem hjólhýsaeigandi kom og lýsti sig yfir sem eiganda hauskúpunar. Enginn ástæða til þess að líta á þetta nánar. Tíbetbúar eitthvað óhressir og 17 ára Selfyssingur var skráður týndur í 25 mínútur. Hann hefur greinilega tekið sér of langan tíma að leita sér að páskaegginu sínu.
Lag færslunar er með Vampire Weekends...
Sirkús sat undir árásum á þessari heilögu hátíð þar sem einhver sá sér ástæðu að kveikja í kofanum, hauskúpa stakk upp hausnum í sumarbústaðalandi í Kjósarhreppi en ekkert að óttast þar sem hjólhýsaeigandi kom og lýsti sig yfir sem eiganda hauskúpunar. Enginn ástæða til þess að líta á þetta nánar. Tíbetbúar eitthvað óhressir og 17 ára Selfyssingur var skráður týndur í 25 mínútur. Hann hefur greinilega tekið sér of langan tíma að leita sér að páskaegginu sínu.
"Enginn veit hvað undir annars stakk býr"
Var málshátturinn minn í ár. Ekki veit ég hvernig ég á að lesa í hann. Set það í hendurnar á ykkur sem lesa þessa blessuðu bloggsíðu mína. Annars hefur þetta verið tíðindalaust og með jafnaðargeði eins og stefnan var tekin í ljósi þess að maður er að fara út eftir slétta viku núna.Lag færslunar er með Vampire Weekends...
Thursday, March 20, 2008
Lafayette friggin' Avenue
Katrina & The Waves - "Walking on Sunshine"
Lífið er ljúft þessa daganna. Í dag á ég heimili. Í dag hoppaði ég yfir eina af nokkrum þeim grindum sem liggja fyrir framan mig í því grindahlaupi sem ferð mín til New York er. Nokkrir góðhjartaðir Brooklyn búar sáu auman á mér og buðu mér herbergi. Lafayette breiðgata er staðsetning heimili míns næstu mánuði fyrir þá sem munu koma og kíkja á kappann. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að kíkja í kaffi mæli ég með að klikka hér. Brosið er að koma sér þægilega fyrir og má segja að ég gangi á sólskini eins og staðan er núna. Flogið verður eftir 10 daga og get ég sagt að atvinnuleysi hefur sjaldan verið svo baðað glæsiljóma (já, ég veit að glæsiljóma er ekki orð).
Annars vill ég nýta tækifærið og þakka Tómasi Beck fyrir að hýsa okkur vinina síðastliðin miðvikudag. Gleðin var góð og selskapurinn ekki verri. Ég er því til sönnunar enn að bera þess merki. Wind of Change tekið á gallsúra kareókí staðnum fyrir neðan gamla L.A. Café er jafnvel önnur betri og haldbærari sönnun.
Scorpion - "Wind of Change"
Lífið er ljúft þessa daganna. Í dag á ég heimili. Í dag hoppaði ég yfir eina af nokkrum þeim grindum sem liggja fyrir framan mig í því grindahlaupi sem ferð mín til New York er. Nokkrir góðhjartaðir Brooklyn búar sáu auman á mér og buðu mér herbergi. Lafayette breiðgata er staðsetning heimili míns næstu mánuði fyrir þá sem munu koma og kíkja á kappann. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að kíkja í kaffi mæli ég með að klikka hér. Brosið er að koma sér þægilega fyrir og má segja að ég gangi á sólskini eins og staðan er núna. Flogið verður eftir 10 daga og get ég sagt að atvinnuleysi hefur sjaldan verið svo baðað glæsiljóma (já, ég veit að glæsiljóma er ekki orð).
Annars vill ég nýta tækifærið og þakka Tómasi Beck fyrir að hýsa okkur vinina síðastliðin miðvikudag. Gleðin var góð og selskapurinn ekki verri. Ég er því til sönnunar enn að bera þess merki. Wind of Change tekið á gallsúra kareókí staðnum fyrir neðan gamla L.A. Café er jafnvel önnur betri og haldbærari sönnun.
Scorpion - "Wind of Change"
Tuesday, March 18, 2008
Sagan kvödd
Síðasti vinnudagurinn fyrir hönd Saga Film runninn upp. Ég hef dvalist nú í landi auglýsinga í 6 mánuði. Lært og unnið mikið. Þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri að vinna í þessu fyrirtæki sem er með íhlut í stærstum hluta af verkefnum innan míns geira. Gerði samt ekki ráð fyrir að dvöl mín yrði eins stutt og hún varð en Nýja Jórvík náði að læsa klónum djúpt í hugsunum mínum og nú í viðleitni minni við að losna úr viðjum hennar þá stekk að því virðist vera beinustu leið í kreppu Bandaríkjanna.
Ég kann að tímasetja þetta!
Modest Mouse - "Bankrupt on Selling"
Ég kann að tímasetja þetta!
Modest Mouse - "Bankrupt on Selling"
Tuesday, March 11, 2008
No sleep til...
Beastie Boys - No Sleep Till Brooklyn | ||
Found at skreemr.com |
Nú eru rétt rúmlega 2 vikur þangað til gleðin hefst. Stefnan er tekinn á Williamsburg, Brooklyn.
Ég skiptist á milli þess að hlakka ósegjanlega til og svo vera að fríka út útaf vitleysunni sem ég hef komið mér í. Lítið við því að gera núna þar sem það bíður mín ekkert á skerinu nema atvinnuleysi og helvítis snjórinn sem virðist ekki geta farið.
Adam Gordon félagi minn mun bjarga mér fyrst um sinn þegar ég mæti á svæðið en annars er ég byrjaður að skanna að leigja mér herbergi og vera þá meðleigjandi helst í Williamsburg þá. Markaðurinn er stór og virðist kaninn hafa gaman að því að fá umsóknir frá Íslending og það virðist vera mér til góðs(ekki stór markaður fyrir Íslendingahatara þarna í stóra eplinu).
Svo ofaná húsnæðisleysið þá er ég að sama skapi atvinnulaus þegar ég kem þarna út. Að sama leyti með atvinnumarkaðinn og húsnæðismarkaðinn þá er hann stór en kannski með aðeins sterkari kröfur(jafnvel atvinnuleyfi!!! :)). En það verður bara koma í ljós.
Í versta falli verð ég "drunk in Brooklyn" í þrjá mánuði og kem heim í meðferð....
Wednesday, March 5, 2008
God's back from business!!!
Það slær um mann kaldann svita!!!
Það svífa stórar fréttir yfir vötnum í tónlistarheiminum...
Maðurinn sjálfur er jafnvel að fara túra aftur
Tom Waits túrar afskaplega lítið og seinast tók hann einungis átta tónleika um suður- og miðbandaríkin og einu ástæðan sem maðurinn gaf fyrir því að hann skyldi hafa túrað yfir höfuð var:
"We need to go to Tennessee to pick up some fireworks, and someone owes me money in Kentucky,"
Son of a mother hvað maðurinn er svalur.
Megi guð geyma mig ef þetta ku vera rétt.
Því þá mun ég fórna lífi og limum að ná tónleikum með þessum manni.
Monday, March 3, 2008
No Need to Ask My Name....
...to figure out how cool I am.
Justice - DVNO
Add to My Profile | More Videos
Franska dúóið komið með nýtt of svalt myndband.
Meira hér um kumpánana
Wikipedia
Myspace
Justice - DVNO
Add to My Profile | More Videos
Franska dúóið komið með nýtt of svalt myndband.
Meira hér um kumpánana
Wikipedia
Myspace
Subscribe to:
Posts (Atom)