Maður er nú kominn með grænt fótspor á stærð við nálarauga. Ég er kominn í hóp blóðheitra hjólreiðramanna í borg New York borgar.
Er fákurinn jafnt notaður fram og til baka í vinnu og nú bara fyrir 'rollin' í hverfinu mínu. Fer ég yfir manhattan brúnna til þess að komast í vinnuna og tekur það mig rétt rúmlega 20 mín (samanber 30 með lestinni).
Ég var búinn að vera með hugann við að ráðast í þetta verkefni nú í nokkurn tíma og þegar ég sá þennan stálfák á markaðnum mínum var ekki aftur snúið.
Eins og kannski þið getið séð þá er ég loksins búin að fjárfesta í myndavél þannig að þið megið búast við aðeins myndrænni færslum en gerist og gengur. Þess heldur getið þið scrollað aðeins niður og smellt á myndaalbúmið mitt og snuðrað um þar.
Þangað til seinna.
Saturday, August 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þetta er glæsilegur fákur! Mér finnst þú hugrakkur að þora að hjóla þarna haha
Eg for ekki i thessa fjarfestingu nema eiga hjalm. Thetta er stundum ekkert grin.
God leid samt til thess ad laera a borgina.
Kúl! Ég bíð spenntur eftir "Tekinn fullur á hjóli" færslunni. :D
Auðvitað er fákurinn brúnn á litinn, Hermann minn þú klikkar ekki á því að vera grándaður!
Post a Comment