Tuesday, August 19, 2008

helgin sem leið....

Vaknaði klukkan átta um morguninn á laugardaginn til þess að sjá strákana okkar komast í átta liða úrslitin. Kanadjöflarnir hafa ekki hundsvit á handbolta sem lýsir sér í því að ég finn hvergi leikina í sjónvarpi. Þarf að fara online til að finna þetta helvíti. Alltaf áhugavert að sitja í herberginu mínu og öskra á tölvuna mína eldsnemma morguns. Maður vaknar allavega við það. Fór eftir það upp á 11. stræti og B breiðstræti til þess að sjá minn mann Aurelio spila síðustu 15 mínuturnar í fyrsta leik Liverpool á þessu tímabili.
Stemmingin þar er verð ég að segja nokkuð voldug. Hef ekki upplifað svona sterka stemmingu á skerinu...

Eftir það var brunað upp á Central Park til að sjá Battles spila. Nokkuð þétt.
Eftir Battles var grillveisla í bakgarðinum hjá mér, nokkuð góð gleði.

Eftir að hafa tekið sér laugardaginn í "afslöppun" tók við ruglið enn á ný. Að klára eitt svona stykki þátt af NYC Soundtracks á innan við viku, hverja viku, er frekar mikil bilun. En ég get hughreyst mig við að eftir næsta þátt fáum við tvær vikur til að klára næsta þátt, því það verður ekki þáttur næsta sunnudag.

Annars er ég að vinna í því að glepja eldri bróðir minn hann Friðjón til þess að heimsækja mig í október til þess að koma með mér á Beck tónleika sem ég hef áskotnast miða á. MGMT og Spoon hita upp (ekki þó Emilíana Torrini, heldur hitt Spoon bandið).
Sætin eru heldur ekki amaleg (X marks the spot).

Auk þess var ég að fá fregnir af því að Neil Young mun spila í Madison Square Garden 15. Des.
Ég mun ekki missa af því. Áhugasamir hafi samband.

Er núna að vinna á miðnætti og bíða eftir Pólland leiknum sem byrjar 2am.

No comments: