Wednesday, August 27, 2008

Lítil færsla fyrir þyrsta...

Smá status check

Atvinnuleyfi
: Yfirmenn mínir loks að taka við sér og áætla að vinnuleyfið detti inn jafnvel á næstu vikum. Með loðnum loforðum um væna launahækkun og fríðindi. Með þeim afleiðingum að ég dveljist í þessum bæ eitthvað áfram.

Heimkoma: Áætluð heimkoma yrði 19. september og vonast er að ég gæti dvalist á heimaslóðum í rétt rúma viku, náð þremur blikaleikjum en það sem meira er, náð að verða vitni að öldnum vini stíga skrefið til fulls. Séra Flame mun stíga á svið sem honum er mjög hugleikið, Langholtskirkju/Digraneskirkju og gifta sig.

Almenn heilsa og andlegt ástand nokkð gott. Hef náð að rata minn veg á hjólinu án beinbrota og mikilla trafala. Þessi bær er að fara nokkð vel með mig. Hlakka samt til að rölta um á heimaslóðum og sjá kunnugleg andlit.

Smá ástarballaða að gefnu tilefni. Hvar værum við án þeirra....

4 comments:

Anonymous said...

Hæhæ.
Mundu bara eftir að bóka flugið á réttum tíma og jafnframt að muna brottfarartímann líka.......he he!

Kv.Friðjón

Anonymous said...

Þetta eru gleðitíðindi. Það er reyndar Digraneskirkja en það verður örugglega eitthvað mikið að gerast í Langholtskirkju á sama tíma ef þú vilt halda þig við fyrri heimaslóðir

Flame

Anonymous said...

Hæ hæ,

flott klipp
flott hjól
flott borg

Gaman að geta fylgst aðeins með þér hérna. Mér sýnist tónleikaþorsta þínum allavega vel svalað í NY.

Fade to black.

Anonymous said...

Gaman að þú ætlir að koma.. og flott lag. Vona að Kristinn syngi það fyrir mig í kirkjunni.

Hlökkum til að sjá þig ;o)