Hef verið nokk miklu tónlistarsvelti þar sem ég hef ekki fengið skammtinn minn af nýrri tónlist frá félaga mínum Birni Vals (shout out).
Þrátt fyrir billega mynd þá hefur þessi maður heldið mér upp tónlistarlega síðustu misseri og var nú loks að henda í mig nokkrum GB af kraumandi sizzlandi undir glænýrri tónlist.
Ligg ég nú undir feld og reyni að hlaupa yfir þetta en gef ykkur smá forsmekk af því sem rennur í gegnum eyru mín þessa daganna....
Hot Chip
Nýja platan þeirra kom út núna í byrjun febrúar og virðist vera að þessir menn geta ekki tekið feilspor. Eftir nokkrar hlustanir virðist gripurinn renna nokk ljúft í gegn. Fyrstu tvö lögin Out at the pictures og Shake a Fist stökkva á mann og láta mann vilja taka eilífðardansinn eins Ragga Gísla hefur verið að reyna að fá mig í svo lengi.
Out at the Pictures
Dizzee Rascal
Grime meistarinn með plötuna Math+English. Þessi gaur er kannski ekki alveg fyrir alla en mæli samt með reynslukeyrslu. Veit ekki hvað er að heilla mig hérna, hvort það er oldskool beat'in, hnausþykki hreimurinn eða hvað, en ég er hrifinn. Hef alltaf augun opin fyrir þessum félaga.
Sirens
Justice
Rakst á þessa félaga af remix disk frá Soulwax og verð að segja að ég var mjög hrifinn. Kannski er það að nýjasta platan þeirra heitir † (það er að segja bara merkið kross). Ég veit það ekki en er spenntur að komast yfir meira með þeim.
Phantom
Og svo loks Eels
Annars er ég með Eels í gangi til þess að vinna úr efni þeirra áður en ég fer á tónleika með þeim þann 2. apríl í Nýju Jórvík. Þetta er band sem hefur verið til í áratug núna og var að gefa út box sett með samantekt á ferli þeirra. Eels hafa verið að setja eitt og eitt lag á vinsældarlistanna yfir tíðina en efni þeirra er að mínu mati nokkuð consistant og gott. Kannski fullpoppað en samt...
Novocaine for the Soul
Flyswatter
I Like Birds
Saturday, February 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment