Hvíldardagurinn tekinn hátíðlega við vinnu upp á Skjá Einum. Sjónvarpsstöðvar að fara að lenda í vandræðum með sjónvarpsdagskránna vegna verkfalls handritshöfunda. Maður hefur verið svolítið á tánum yfir þessu verkfalli vegna þess að síðast þegar handritshöfundar frá draumaverksmiðjunni fóru í verkfall þá fékk almenningur raunveruleikaþætti í hendurnar sem ennþá er ekki séð fyrir endann á. Það var talað um að Kaninn fái þá þeim mun meira af fréttum í stað Jay Leno og Grey's Anatomy. Sé ekkert að því, nema kannski ef það sé Fox fréttir.
Annars var ég að rekast á að Mark Oliver Everett aðalhöfuðpaurinn í Eels sé að fara að spila í New York nokkrum dögum eftir að ég lendi. Þannig að nú er ég stoltur eigandi nokkura miða á þá tónleika. Skil eftir smá tóndæmi handa ykkur til að takast á við nýja vinnuviku.

Eels - Trouble with dreams
No comments:
Post a Comment