Var að horfa á P.T. Anderson myndina "There Will Be Blood" og guð minn heilagi guð hvað hann Daniel Day Lewis er sterkur í þessari mynd. Fyrir utan að hann var sirka í 98% af öllum römmum af myndinni þá var hann eins óvægið náttúruafl. Maður gat ekkert annað gert heldur en sogast með.

Hann er með nokkrar einræður þar sem er strax búið að kirfilega skrá sig á arkir kvikmyndasögunnar. Þar á meðal "I drink your milkshake" ræðuna í lok myndarinnar sem geigvænleg(þrátt fyrir hjákjátlega línu).
Með frumlegu og þéttu soundtracki frá gítarleikara Radiohead, Jonny Greenwood ásamt góðum leik hjá þögula "Little Miss Sunshine" unglingnum í hlutverki ofstæka bæjarprestsins þá get ég semsagt mælt með þessari ræmu fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Þó það verður að segjast að ef Daniel Day Lewis væri ekki í henni þá væri hún í besta falli áhugaverð.
No comments:
Post a Comment