Monday, February 25, 2008

Stolt Allra Landsmanna

Var að koma höndum yfir nokkur lög úr laugardagslögum Bylgjunar bakk in þe dei. Það er að segja 1989. Hér er hann Ágúst Ragnars mætur með hörku pólitískan hittara. Fannst ekkert annað en við hæfi að deila þessu með ykkur. Er núna að hlaupa í gegnum Landslög bylgjunar í gegnum árin og það verðuð að segjast að maður hefur fengið nokkra aulahrolla en sumt er bara nokkuð gaman að staldra við. Ekki það að stoppi við eitthvað lengra...


I drink your milkshake!

Var að horfa á P.T. Anderson myndina "There Will Be Blood" og guð minn heilagi guð hvað hann Daniel Day Lewis er sterkur í þessari mynd. Fyrir utan að hann var sirka í 98% af öllum römmum af myndinni þá var hann eins óvægið náttúruafl. Maður gat ekkert annað gert heldur en sogast með.
Hann er með nokkrar einræður þar sem er strax búið að kirfilega skrá sig á arkir kvikmyndasögunnar. Þar á meðal "I drink your milkshake" ræðuna í lok myndarinnar sem geigvænleg(þrátt fyrir hjákjátlega línu).

Með frumlegu og þéttu soundtracki frá gítarleikara Radiohead, Jonny Greenwood ásamt góðum leik hjá þögula "Little Miss Sunshine" unglingnum í hlutverki ofstæka bæjarprestsins þá get ég semsagt mælt með þessari ræmu fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Þó það verður að segjast að ef Daniel Day Lewis væri ekki í henni þá væri hún í besta falli áhugaverð.

Saturday, February 23, 2008

Laugardagslögin

Hef verið nokk miklu tónlistarsvelti þar sem ég hef ekki fengið skammtinn minn af nýrri tónlist frá félaga mínum Birni Vals (shout out).
Þrátt fyrir billega mynd þá hefur þessi maður heldið mér upp tónlistarlega síðustu misseri og var nú loks að henda í mig nokkrum GB af kraumandi sizzlandi undir glænýrri tónlist.

Ligg ég nú undir feld og reyni að hlaupa yfir þetta en gef ykkur smá forsmekk af því sem rennur í gegnum eyru mín þessa daganna....

Hot Chip
Nýja platan þeirra kom út núna í byrjun febrúar og virðist vera að þessir menn geta ekki tekið feilspor. Eftir nokkrar hlustanir virðist gripurinn renna nokk ljúft í gegn. Fyrstu tvö lögin Out at the pictures og Shake a Fist stökkva á mann og láta mann vilja taka eilífðardansinn eins Ragga Gísla hefur verið að reyna að fá mig í svo lengi.
Out at the Pictures
Dizzee Rascal
Grime meistarinn með plötuna Math+English. Þessi gaur er kannski ekki alveg fyrir alla en mæli samt með reynslukeyrslu. Veit ekki hvað er að heilla mig hérna, hvort það er oldskool beat'in, hnausþykki hreimurinn eða hvað, en ég er hrifinn. Hef alltaf augun opin fyrir þessum félaga.
Sirens
Justice
Rakst á þessa félaga af remix disk frá Soulwax og verð að segja að ég var mjög hrifinn. Kannski er það að nýjasta platan þeirra heitir † (það er að segja bara merkið kross). Ég veit það ekki en er spenntur að komast yfir meira með þeim.
Phantom
Og svo loks Eels
Annars er ég með Eels í gangi til þess að vinna úr efni þeirra áður en ég fer á tónleika með þeim þann 2. apríl í Nýju Jórvík. Þetta er band sem hefur verið til í áratug núna og var að gefa út box sett með samantekt á ferli þeirra. Eels hafa verið að setja eitt og eitt lag á vinsældarlistanna yfir tíðina en efni þeirra er að mínu mati nokkuð consistant og gott. Kannski fullpoppað en samt...
Novocaine for the Soul
Flyswatter
I Like Birds

Friday, February 22, 2008

Stick to what you love...

Var að rekast á mann að mínu skapi.
Stephin Merritt sem hefur sömu skoðun á fatavali og ég. Ekki skemmir fyrir að hann er einn af höfuðpaurum Magnetic fields sem er búsett (hvar annars staðar!!) í New York.











Smá snert af Segulmögnuðu Sviðunum fyrir helgina.

Love is like a bottle of Gin

The Sun goes down and the World goes Dancing

Sunday, February 10, 2008

Hvíldardagur

Hvíldardagurinn tekinn hátíðlega við vinnu upp á Skjá Einum. Sjónvarpsstöðvar að fara að lenda í vandræðum með sjónvarpsdagskránna vegna verkfalls handritshöfunda. Maður hefur verið svolítið á tánum yfir þessu verkfalli vegna þess að síðast þegar handritshöfundar frá draumaverksmiðjunni fóru í verkfall þá fékk almenningur raunveruleikaþætti í hendurnar sem ennþá er ekki séð fyrir endann á. Það var talað um að Kaninn fái þá þeim mun meira af fréttum í stað Jay Leno og Grey's Anatomy. Sé ekkert að því, nema kannski ef það sé Fox fréttir.

Annars var ég að rekast á að Mark Oliver Everett aðalhöfuðpaurinn í Eels sé að fara að spila í New York nokkrum dögum eftir að ég lendi. Þannig að nú er ég stoltur eigandi nokkura miða á þá tónleika. Skil eftir smá tóndæmi handa ykkur til að takast á við nýja vinnuviku.








Eels - Trouble with dreams

Saturday, February 9, 2008

Fögur er hlíðin

Sjaldan hefur maður stokkið jafn mörg skref afturábak og með þessum blessuðu flutningum heim á Kársnesbrautina. Það er alltaf gaman að vera kominn í hlýlegt umhverfi pabba með sínum löngu setningum, prjónaskapnum hjá mömmu, kjarnyrtum athugasemdum Jonna frænda og ég fer sem fæstum orðum um litla bróðir minn Hjörvar.
En það er eitthvað ónátturúlegt við unga sem er orðinn fleygur og jafnvel gott betur en það(vill ég meina) að skríða aftur í hreiðrið.
En vesturbærinn í Kópavogi fer alltaf vel með mann en ég neita því ekki að maður bíður eftir New York.

En maður lokar þessu á litlu laugardagsnúmeri frá David Byrne og félögum frá '85 sem tekur á ferðalögum.

"We know were we are going but we don't know were we've been.
and we know what we knowing but we can't say what we have seen.
and we're not little children and we know what we want.
and the future is certain, give us time to work it out."

Gjörið svo vel og góða helgi.