Saturday, February 28, 2009

Fært sig um set..

Laugardagurinn fór í að flytja þær fáu eigur sem maður hefur hér, frá einu herbergi í annað....
Nú er ég kominn í minnsta svefnherbergi sem ég hef haft(er þó með auka herbergi).
Chicken passaði sig upp á að allt gengi vel...

Wednesday, February 11, 2009

Miðvikudagsbolti á Pier 41

Loksins var ég að finna fótbolta með almennilegum mörkum og ekki sakar útsýnið.
Boltinn er skipulagður af Aðdáendaklúbb Liverpool í Manhattan en þeir sem mæta eru mestmegnis bretar, írar og skotar sem styðja mestmegnis Liverpool en samt er allur gangur á því.

Boltinn og stemmingin er frábær og hef ég harðsperrurnar og blöðrurnar því til sönnunar.
Hef ég verið að spila bolta í Fort Green Park sem ég ágætis gleði. Mörkin samanstanda af fjórum keilum og boltinn eftir því. Mjög gaman að eyða helgareftirmiðdegi í þá gleði en sá bolti hefur aldrei verið almennilegur. Hér er linkur á nokkrar myndir úr þeim bolta. Þessar myndir eru af fyrsta boltanum í janúar.



Thursday, February 5, 2009

1/2 Bring the Noise....


Anthrax & Chuck D | NYC @ Red Bull Snowscrapers | Feb 5 2009 | Madhouse & Bring The Noise from UN:ART:IG on Vimeo.Beið í -8 gráðum í einn og hálfan tíma að bíða eftir Anthrax. Sá einhverja félaga taka nokkur stökk með misgáfulegum árangri.

Loksins steig svo Anthrax á svið. Vissi ekki hvort Chuck D mundi vera á svæðinu eður ei. Þóttist ég samt sjá hann baksviðs að horfa á Anthrax yfir fyrstu lögunum. Lendi í ansi stórum Moshpit sem ég komst úr heill húfi með fartölvuna mína á bakinu.

Eftir nokkur lög var Chuck D svo kynntur til sögunar og "Bring the Noise" fór á fullt skrið. Crowdið apeshittaði. Allir með tölu kunnu textann og Anthrax og Chuck saman voru mjög þéttir til að byrja með. Allt fjaraði síðan út þegar lagið var sirka hálfnað þá klúðraðist helmingurinn af hljóðnemunum þannig að þú heyrðir bara í trommunum í einum gítar. Allt fór í rúst og ég forðaði mér áður en crowdið tapaði sér. Þegar ég var að yfirgefa svæðið var kynnirinn vinsamlegast að biðja mergðina að hypja sig.

Þrátt fyrir bara hálft "bring the noise" vill ég meina að það hafi verið þess virði.Þangað til seinna....

Bring the Noise...


Er að fara að sjá Anthrax og Chuck D taka lítið númer sem var gefið út back in the day...

"Bring the Noise"

Það er einhverskonar snjóbrettakeppni í Manhattan sem endar á Anthrax sem ég ætla mér að sjá. Orðið á götunni er að Chuck D muni stíga á stokk með þeim og taka lagið með þeim.

Við sjáum til.

Fimbulkuldi....

Það heldur áfram að vera kaldara í New York...

Djöfull og dauði...

Tuesday, February 3, 2009


Níu um morgunn.


Fjögur um daginn.

Þetta er það mesta sem við fáum af snjó í borg óttans. Það er yfirhöfuð alltaf kaldara í New York miðað við Ísland en samt virðist þið fá meira af snjó.

Er ég að biðja um of mikið þegar ég bið um snjóþunga viku?

Posted via Pixelpipe.

Monday, February 2, 2009

Guð blessi sænsku kvenþjóðina


Lykke Li - I'm Good, I'm Gone from Lykke Li on Vimeo.
Fer í kveld að berja þessa stúlku augum á Webster Hall.

Hef alltaf verið með veikan blett fyrir sænsku kvenfólki. Hún Lykke er ekkert að draga úr því.

Sunday, February 1, 2009

sha...

Kári, Ólöf of ég...


Ég hitti á Kára og Ólöfu á sunnudaginn og horfðum saman á Liverpool - Chelsea á 11th. bar í west village. Úrslitin frábær, gaman að hitta á ættingja og tala íslensku auk þess að ég fékk síðbúna Ensk-Íslenska jólagjafa orðabók. Score

Kannski að maður geti núna byrjað að skilja þessa kanadjöfla :)

Á morgun(mánudaginn 2. febrúar) er svo að bruna upp á Webster Hall að sjá Lykke Li.
Gott stuff...