Smá status check
Atvinnuleyfi: Yfirmenn mínir loks að taka við sér og áætla að vinnuleyfið detti inn jafnvel á næstu vikum. Með loðnum loforðum um væna launahækkun og fríðindi. Með þeim afleiðingum að ég dveljist í þessum bæ eitthvað áfram.
Heimkoma: Áætluð heimkoma yrði 19. september og vonast er að ég gæti dvalist á heimaslóðum í rétt rúma viku, náð þremur blikaleikjum en það sem meira er, náð að verða vitni að öldnum vini stíga skrefið til fulls. Séra Flame mun stíga á svið sem honum er mjög hugleikið, Langholtskirkju/Digraneskirkju og gifta sig.
Almenn heilsa og andlegt ástand nokkð gott. Hef náð að rata minn veg á hjólinu án beinbrota og mikilla trafala. Þessi bær er að fara nokkð vel með mig. Hlakka samt til að rölta um á heimaslóðum og sjá kunnugleg andlit.
Smá ástarballaða að gefnu tilefni. Hvar værum við án þeirra....
Wednesday, August 27, 2008
Tuesday, August 19, 2008
helgin sem leið....
Vaknaði klukkan átta um morguninn á laugardaginn til þess að sjá strákana okkar komast í átta liða úrslitin. Kanadjöflarnir hafa ekki hundsvit á handbolta sem lýsir sér í því að ég finn hvergi leikina í sjónvarpi. Þarf að fara online til að finna þetta helvíti. Alltaf áhugavert að sitja í herberginu mínu og öskra á tölvuna mína eldsnemma morguns. Maður vaknar allavega við það. Fór eftir það upp á 11. stræti og B breiðstræti til þess að sjá minn mann Aurelio spila síðustu 15 mínuturnar í fyrsta leik Liverpool á þessu tímabili.
Stemmingin þar er verð ég að segja nokkuð voldug. Hef ekki upplifað svona sterka stemmingu á skerinu...
Eftir það var brunað upp á Central Park til að sjá Battles spila. Nokkuð þétt.
Eftir Battles var grillveisla í bakgarðinum hjá mér, nokkuð góð gleði.
Eftir að hafa tekið sér laugardaginn í "afslöppun" tók við ruglið enn á ný. Að klára eitt svona stykki þátt af NYC Soundtracks á innan við viku, hverja viku, er frekar mikil bilun. En ég get hughreyst mig við að eftir næsta þátt fáum við tvær vikur til að klára næsta þátt, því það verður ekki þáttur næsta sunnudag.
Annars er ég að vinna í því að glepja eldri bróðir minn hann Friðjón til þess að heimsækja mig í október til þess að koma með mér á Beck tónleika sem ég hef áskotnast miða á. MGMT og Spoon hita upp (ekki þó Emilíana Torrini, heldur hitt Spoon bandið).
Sætin eru heldur ekki amaleg (X marks the spot).
Auk þess var ég að fá fregnir af því að Neil Young mun spila í Madison Square Garden 15. Des.
Ég mun ekki missa af því. Áhugasamir hafi samband.
Er núna að vinna á miðnætti og bíða eftir Pólland leiknum sem byrjar 2am.
Stemmingin þar er verð ég að segja nokkuð voldug. Hef ekki upplifað svona sterka stemmingu á skerinu...
Eftir það var brunað upp á Central Park til að sjá Battles spila. Nokkuð þétt.
Eftir Battles var grillveisla í bakgarðinum hjá mér, nokkuð góð gleði.
Eftir að hafa tekið sér laugardaginn í "afslöppun" tók við ruglið enn á ný. Að klára eitt svona stykki þátt af NYC Soundtracks á innan við viku, hverja viku, er frekar mikil bilun. En ég get hughreyst mig við að eftir næsta þátt fáum við tvær vikur til að klára næsta þátt, því það verður ekki þáttur næsta sunnudag.
Annars er ég að vinna í því að glepja eldri bróðir minn hann Friðjón til þess að heimsækja mig í október til þess að koma með mér á Beck tónleika sem ég hef áskotnast miða á. MGMT og Spoon hita upp (ekki þó Emilíana Torrini, heldur hitt Spoon bandið).
Sætin eru heldur ekki amaleg (X marks the spot).
Auk þess var ég að fá fregnir af því að Neil Young mun spila í Madison Square Garden 15. Des.
Ég mun ekki missa af því. Áhugasamir hafi samband.
Er núna að vinna á miðnætti og bíða eftir Pólland leiknum sem byrjar 2am.
Saturday, August 16, 2008
Shining Escalade
Maður er nú kominn með grænt fótspor á stærð við nálarauga. Ég er kominn í hóp blóðheitra hjólreiðramanna í borg New York borgar.
Er fákurinn jafnt notaður fram og til baka í vinnu og nú bara fyrir 'rollin' í hverfinu mínu. Fer ég yfir manhattan brúnna til þess að komast í vinnuna og tekur það mig rétt rúmlega 20 mín (samanber 30 með lestinni).
Ég var búinn að vera með hugann við að ráðast í þetta verkefni nú í nokkurn tíma og þegar ég sá þennan stálfák á markaðnum mínum var ekki aftur snúið.
Eins og kannski þið getið séð þá er ég loksins búin að fjárfesta í myndavél þannig að þið megið búast við aðeins myndrænni færslum en gerist og gengur. Þess heldur getið þið scrollað aðeins niður og smellt á myndaalbúmið mitt og snuðrað um þar.
Þangað til seinna.
Er fákurinn jafnt notaður fram og til baka í vinnu og nú bara fyrir 'rollin' í hverfinu mínu. Fer ég yfir manhattan brúnna til þess að komast í vinnuna og tekur það mig rétt rúmlega 20 mín (samanber 30 með lestinni).
Ég var búinn að vera með hugann við að ráðast í þetta verkefni nú í nokkurn tíma og þegar ég sá þennan stálfák á markaðnum mínum var ekki aftur snúið.
Eins og kannski þið getið séð þá er ég loksins búin að fjárfesta í myndavél þannig að þið megið búast við aðeins myndrænni færslum en gerist og gengur. Þess heldur getið þið scrollað aðeins niður og smellt á myndaalbúmið mitt og snuðrað um þar.
Þangað til seinna.
Friday, August 8, 2008
Thug Life...
Fólk virðist vera komið með nóg af nostalgíufærslunni minni þannig að það er jafnvel að maður fari að uppfæra mitt fólk um mína hagi....
Er búin að vera vinna eins og berserkur síðastliðnar vikur. Fjórði þáttur mun fara í loftið næstkomandi sunnudag (það er sunnudaginn 10. ágúst ef ég skyldi láta jafnlangan tíma líða og milli færsla aftur). Lítið annað að frétta nema að það virðist vera að ég sé komið í kerfið hjá kananum. Ekki þó vinnuleyfi eins og maður mætti halda. Maður er svoddan thug að maður náði sér í sekt fyrir drykkju á almannafæri. Með bjór undir hönd 3 um nóttu á laugardegi í Williamsburg. Friggin 5-0.
Ekki stórmál þannig, 25 dollarasekt og málið er dautt.
Týpískt þó ef að ganga mín með Stellu í krumlunni muni koma mér í bobba með vist mína á þessu pleisi.
Leyfi ykkur að hafa áhyggjur af mér þangað til næstu færslu...
Peace out....
Er búin að vera vinna eins og berserkur síðastliðnar vikur. Fjórði þáttur mun fara í loftið næstkomandi sunnudag (það er sunnudaginn 10. ágúst ef ég skyldi láta jafnlangan tíma líða og milli færsla aftur). Lítið annað að frétta nema að það virðist vera að ég sé komið í kerfið hjá kananum. Ekki þó vinnuleyfi eins og maður mætti halda. Maður er svoddan thug að maður náði sér í sekt fyrir drykkju á almannafæri. Með bjór undir hönd 3 um nóttu á laugardegi í Williamsburg. Friggin 5-0.
Ekki stórmál þannig, 25 dollarasekt og málið er dautt.
Týpískt þó ef að ganga mín með Stellu í krumlunni muni koma mér í bobba með vist mína á þessu pleisi.
Leyfi ykkur að hafa áhyggjur af mér þangað til næstu færslu...
Peace out....
Subscribe to:
Posts (Atom)