Saturday, July 19, 2008

Afslöppun í garði Greene!!!

Fyrsta fríhelgi mín í langan tíma...
Hef ég skipulagt hana af miklum eldmóð, þrautseigju og útsjónarsemi.

Öll helgin skal vera undirlögð af eftirtöldu:

1. Hanga.
2. og gera ekki neitt.

Enn og aftur hef ég misstigið mig í skipulagningu. Gerði þau mistök að fara aftur að spila fótbolta í Fort Greene. Nú í tæplega 40 gráðum og massívum raka.

Það virðist vera að ég þurfi að bíða eftir haustinu til þess að geta spilað bolta af fullri getu. Ég endist alltaf í sirka hálftíma í svona hita og þá verð ég að láta mig hverfa til þess að innbyrða sirka líter að vatni og kæla mig niður. Ég er ekki byggður fyrir svona hita.

Annars er ég að vinna í því að leigja íbúðina mína út. Mínir elskulegu foreldrar virðast jafnvel vera að komast til botns í þessu. Aldrei að vita.

Hjörvar í Tyrklandi með Robba.

Megi guð geyma Tyrkina gegn þessum vitleysingum

Annars er ég að stefna á að sjá Feist í næstu viku.

Flestir ættu að kannast við stúlkuna, en hún sló í gegn með annari plötu sinni "The Reminder" í fyrra. Þeir sem ekki kannast við um hvað ég tala mæli ég með að sá/sú vinni úrlausn vanda sinna og útvegi sér eintak. Undirritaður ábyrgist gripinn.

Hér er hún ásamt nokkrum hressum félögum úr stræti Sesams

No comments: