Monday, July 21, 2008
Ein færsla fyrir nostalgíuna...
Var að rekast á þetta. Ég veit ekki um ykkur en ég man eftir mér að horfa á þessa seríu sirka 6 eða 7 ára með Mike og fríka út af hræðslu af misvel gerðum geimverum sem hafa ekkert gott í hyggju fyrir blessaða mannkynið. Rámar að stöð 2 hafi sett þennann gullmola í loftið.
Eitthvað segir mér að þessir þættir eldist ekki vel. En þau fá samt plús fyrir góða búninga og funky "shades".
annars lítið að frétta
Sunday, July 20, 2008
6-1 !!!!!!!
Saturday, July 19, 2008
Afslöppun í garði Greene!!!
Fyrsta fríhelgi mín í langan tíma...
Hef ég skipulagt hana af miklum eldmóð, þrautseigju og útsjónarsemi.
Öll helgin skal vera undirlögð af eftirtöldu:
1. Hanga.
2. og gera ekki neitt.
Enn og aftur hef ég misstigið mig í skipulagningu. Gerði þau mistök að fara aftur að spila fótbolta í Fort Greene. Nú í tæplega 40 gráðum og massívum raka.
Það virðist vera að ég þurfi að bíða eftir haustinu til þess að geta spilað bolta af fullri getu. Ég endist alltaf í sirka hálftíma í svona hita og þá verð ég að láta mig hverfa til þess að innbyrða sirka líter að vatni og kæla mig niður. Ég er ekki byggður fyrir svona hita.
Annars er ég að vinna í því að leigja íbúðina mína út. Mínir elskulegu foreldrar virðast jafnvel vera að komast til botns í þessu. Aldrei að vita.
Hjörvar í Tyrklandi með Robba.
Megi guð geyma Tyrkina gegn þessum vitleysingum
Annars er ég að stefna á að sjá Feist í næstu viku.
Flestir ættu að kannast við stúlkuna, en hún sló í gegn með annari plötu sinni "The Reminder" í fyrra. Þeir sem ekki kannast við um hvað ég tala mæli ég með að sá/sú vinni úrlausn vanda sinna og útvegi sér eintak. Undirritaður ábyrgist gripinn.
Hér er hún ásamt nokkrum hressum félögum úr stræti Sesams
Hef ég skipulagt hana af miklum eldmóð, þrautseigju og útsjónarsemi.
Öll helgin skal vera undirlögð af eftirtöldu:
1. Hanga.
2. og gera ekki neitt.
Enn og aftur hef ég misstigið mig í skipulagningu. Gerði þau mistök að fara aftur að spila fótbolta í Fort Greene. Nú í tæplega 40 gráðum og massívum raka.
Það virðist vera að ég þurfi að bíða eftir haustinu til þess að geta spilað bolta af fullri getu. Ég endist alltaf í sirka hálftíma í svona hita og þá verð ég að láta mig hverfa til þess að innbyrða sirka líter að vatni og kæla mig niður. Ég er ekki byggður fyrir svona hita.
Annars er ég að vinna í því að leigja íbúðina mína út. Mínir elskulegu foreldrar virðast jafnvel vera að komast til botns í þessu. Aldrei að vita.
Hjörvar í Tyrklandi með Robba.
Megi guð geyma Tyrkina gegn þessum vitleysingum
Annars er ég að stefna á að sjá Feist í næstu viku.
Flestir ættu að kannast við stúlkuna, en hún sló í gegn með annari plötu sinni "The Reminder" í fyrra. Þeir sem ekki kannast við um hvað ég tala mæli ég með að sá/sú vinni úrlausn vanda sinna og útvegi sér eintak. Undirritaður ábyrgist gripinn.
Hér er hún ásamt nokkrum hressum félögum úr stræti Sesams
Sunday, July 13, 2008
NYC Soundtracks
Fyrsti þátturinn af NYC Soundtracks fer í loftið klukkan 8:00 PM að mínum staðartíma. Hef ég varið mestum mínum tíma síðan East Pleasant réð mig í þetta verkefni. Þetta ku vera fyrsti þátturinn af 8. Fyrir frekari upplýsingar mæli ég með að horfa á meðfylgjandi vídeó. Þetta er fyrsta hólfið af fyrsta þættinum (11 mín.). Nokkuð skemmtilegt verkefni. Af því tilefni munum ég og samstarfsfélagar mínir mæla okkur mót, horfa á þáttin og gera okkur glaðan dag(kveld).
Bið ykkur vel að lifa...
Ég er farinn til að reyna gera mér dælt við þáttastjórnandann...
farið þið því vel með ykkur
Bið ykkur vel að lifa...
Ég er farinn til að reyna gera mér dælt við þáttastjórnandann...
farið þið því vel með ykkur
Monday, July 7, 2008
Thursday, July 3, 2008
Gamla hreiðrið aftur á markaðinn
Ég er að fara setja þessa elsku aftur á markaðinn í upphafi ágúst. Þið sem hafið bara þokukenndar minningar um óðalsetur mitt þá er þetta þriggja herbergja höll í "hjarta" borgarinnar. Drekkhlaðið af gourmet húsgögnum samhliða því að vera bakkafull af sál.
Áhugasamir ásamt öðrum með ábendingar hafið samband við mig (HermannHermannHermann@gmail.com)
Subscribe to:
Posts (Atom)