Tuesday, June 3, 2008

Lærlingar, loftkæling og bókasafnsskápar

Eg náði að afreka það að setja upp loftkælingakerfi í herberginu mínu í mitt fyrsta skipti. Hitinn þessa daganna er að skríða upp í 30 gráður þannig að ég gæti fundið vitlausari hluti heldur en að setja upp smá loftkælingu. Sérstaklega miðað við það að sá sem leigði herbergið á undan mér, skildi eftir sig loftkælingarkerfi handa mér.
Eyddi síðustu helgi mestmegnis í það að spila fótbolta í Fort Greene garðinum. Þar er hópur sem kemur saman á hverjum degi til þess að spila tvo tíma í senn. Þannig að maður er orðinn ágætlega grillaður að spila fótbolta í 30 gráðum. Djöfulsins sviti og viðbjóður er það (en samt stórfelld gleði). Eini mínusinn er að þeir spila á hokkímörk vegna þessað það er enginn mörk í garðinum.

Fyrirtækið er að fyllast af lærlingum til þess að skipa fyrir. Það verður áhugavert. Mér skilst að það verða allt að 4 lærlingar á hverjum degi til þess að hlýða öllum mínum duttlungum. Rock & Roll.

Vorum að flytja inn 3 stóra bókasafnsskápa. Þessa sem héldu utan um flokkunarkerfið en eru nú úreldir þegar flest bókasöfn er orðin stafræn. En skemmtilega við það að stærð skúffana fittar fullkomlega fyrir utanaðliggjandi drifin sem fyrirtækið notar fullt af.og svo til þess að uppfylla tónlistarkvótann...
Búin að vera með þetta lag á heilanum seinustu tvær vikur. Elbow er breskt band. Hef ekki heyrt um þá áður og hef ekki hugmynd hvort þeir séu vinsælir eður ei. Skilst að þeir séu búnir að vera að sídan rétt fyrir aldamót.

4 comments:

Anonymous said...

weird,var að fara á netið til að senda þér mail þar sem ég ætlaði að benda þér á þetta band en ákvað að kíkja fyrst á bloggið,great minds...

Gummi said...

Hvenær tekur þú svo við forsetaembættinu?

Pétur said...

Láttu þessa lærlinga heyra það!

Úlfur said...

Þú ættir nú að kunna lagið á nokkrum lærlingum.