Thursday, June 5, 2008

Gaman að vera Bliki....

Þessi færsla er tileinkuð Önnu Bergljótu Thorarensen.
Ég var búin að steingleyma þessari mynd þangað til hún setti hana upp á fésbókinni sinni.
Takk Anna BeggaBlikaleikirnir eru nokkuð ofarlega á lista yfir þá sem maður saknar. Mér skilst að þetta sé við sama heygarðshornið. Annar hver leikur er góður. Hvað er annars með Malla? Maður heyrir ekkert af honum?

Annars bendir allt til þess að maður nái Fram-Breiðablik næstkomandi.Maður er á heimleið. Löng helgi og svo er maður floginn aftur í ríki Obama. Kem að öllum líkindum föstudaginn 20. júní og sting svo aftur af 24. júní. Vonandi nær maður að troða sér inn í steggjun eða svo. Jafnvel að lyfta mjöðbjór, einum eða tveimur. Aldrei að vita.

2 comments:

Stjáni said...

Það er bara stutt stopp hjá þér Hermann, en það verður gaman að sjá þig þegar að þú kemur.

Malli er byrjaður að æfa og verður sennilega með á móti Val á sunnudaginn, þetta eru bara þessi sömu gömlu meiðsl held ég þ.e. hnéið á honum.

Annars veit maður ekkert hvernig þetta Breiðablikslið á eftir að standa sig, þeir eru allt of mistækir til þess menn geti eitthvað verið að tippa á rétt úrslit!

Kveððja af klakanum.

Ópið!

Úlfur said...

Það er svo sannarlega gaman að vera bliki. Góð mynd þó svo að ég sjáist bara hálfur. Það var ekki alveg svona góð stemmning á leiknum við Grindavík um daginn.
En eigum við ekki bara að segja að það verði eina tapið í sumar...

Annars hlakka ég til að sjá þig þessa daga sem þú verður á klakanum.

Bið að heilsa félaga Barack!!!