Ég er kominn aftur í vitleysuna.
Lenti á laugardagsmorgni á Íslandi, sökum þess að hafa misst af fluginu heim á föstudeginum :( Algjör vitleysa af minni hálfu þar sem ég las af vitlausum flugmiða hvenar flugið væri. Fyrsta stopp var að hitta á Anitu hans Friðjóns. Gullfalleg stúlka þar á ferð.
Brunaði svo beina leið til Stykkishólmar með Friðjóni til að stinga hausnum inn á fjölskylduættarmót. Góð gleði og grill. Tapaði samt sirka 5 sinnum í röð í viking kubb.
Síðan var stefnan tekinn aftur á borgina. Þórsgatan varð fyrir valinu þar sem Björn Valsson hýsti mig og Sapphire gin flöskuna mína. Það var langt gengið á flöskuna áður en herjað var á bæinn.
Sunnudagurinn var svo tekinn nokkuð í móðu og þynnku. Sólbruni á Rútstúni og afslöppun á kársnesinu yfir lélegum Spánn - Ítalíu leik.
Mánudagurinn var tekinn með skipulögðum hætti þar sem lausum endum var stungið undir teppið, Prinsinn þeirra Andra og Maggý heimsóttur, Tercelinn kvaddur, Háteigsvegurinn skipulagður og horft upp á Breiðablik tapa fyrir Fram.
Brunað til NYC svo á þriðjudeginum. Mun vinna eins og skepna fram að laugardagsmorgni þar sem ég flýg til Knoxville. Tom Waits baby. Er búin að fjárfesta í flugmiða og finna mér sófahýsil. Þannig að ég næ laugardagskveldi í downtown Knoxville ásamt tónleikunum á sunnudagskveldinu áður en ég flýg til NYC á mánudeginum.
Það á víst að vera enn heitara þar.
Velmegunarvandamál.
Friday, June 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Góða skemmtun á tónleikunum.
Flott mynd af þér og ,,mínu mús"
Nú viljum við ferðasögu!
Knús
Post a Comment