Frekar skrautleg ferð lokið í biblíubelti Bandaríkjanna. Ferðin var allt sem ég hafði hugsað mér og meira til.
Eitt hefur þó kyrfilega sannreynt sig. Ég þarf að fá einhverja aðra til að sjá um mína ferðahagi. Sumir mættu halda að missa af fluginu til Íslands í SÍÐUSTU viku hafi verið nóg til þess að hrista upp í undirrituðum til þess að vera aðeins meira var um sig. En nei....
Rétt rúmlega tveim dögum áður en ég lagði af stað þá fór ég á netið og fjárfesti mér í flugmiða til Knoxville og til baka fyrir tónleikana. Taldi ég mig standa mig nokkuð vel. Allt þar til ég mæti á svæðið á Newark flugvellinum í New Jersey. Þá kemur það í ljós að ég hafði bókað flugið fram og til baka seinustu helgina í JÚLÍ en ekki júní. Þannig að ég var sirka 4 vikum á undan áætlun uppi á flugvellinum. Þar þurfti ég að punga út 150 dollurum til að breyta flugmiðanum til Knoxville.
Lítið annað í stöðunni heldur en að kyngja þessu. Smávægileg töf á fluginu en ég var kominn um áttaleytið á laugardagskveldi í miðbæ Knoxville þar sem Mary Ward tók á móti mér ásamt föruneyti hennar þar sem stefnan var tekinn á Toots, lítinn bar nokkuð frá miðbænum. Þar var rudda góð country kareókí stemming. Þar var drukkið mikið af vískí og Pabst Blue Ribbon könnum sem er orðinn minn drykkur þarna í kanalandinu virðist vera. Vakti það mikla lukku þegar ég var búin að drekka í mig hugrekki til að taka Sweet Caroline. Heimamenn virtust þekkja það lag eitthvað. Allavega var hressilega tekið undir. Ég spilaði Íslendingaspilinu all hressilega út það kveld og var það líka að svínvirka svona vel. Það kveld endaði svo á því að hálfur barinn tók saman Piano Man saman. Allt í allt mjög góð upphitun fyrir næsta dag.
Sunnudagurinn var tekinn í túristaafslöppun. Gengið um bæinn og tekið myndir(kemur inn seinna). Var búin að steingleyma leiknum en ég rambaði inn á hann fyrir tilviljun þegar ég labbaði inn á bar til þess að nota salernið. Nokkuð margir að fylgjast með leiknum. Sem ég held að hafi allt verið aðkomufólk til þess að sjá tónleikana. Mér skilst að Knoxville búar séu lítið hrifnir að knattspyrnu. Arlavega Spánn vann :) Þannig að ég rambaði nokkuð sáttur út og taldi Tom Waits loks tilbúinn til þess að taka á móti mér. Fór ég á tónleikna með Mary hýslinum mínum ásamt tveimur öðrum stelpum sem keyrðu til Knoxville frá Fíladelphíu fyrir minn mann.
Sætin voru hörku góð. Dead center önnur röð á svölunum. Tom kom sá og sigraði. Renndi í gegnum mikið af sínum ferli, sagði sögum, sló um sig nokkrum bröndurum, rokkaði stíft og meyrði allnokkur hjörtu allt saman í rúmum þremum klukkustundum.
Lagalistinn:
Lucinda/Ain't Goin Down to the Well
Way Down in the Hole
Falling Down
Hang Down Your Head
Chocolate Jesus
God's Away on Business
Get Behind the Mule
Metropolitan Glide
Trampled Rose
Cold Cold Ground
The Part You Throw Away
Rain Dogs/Russian Dance Black Market Baby
Black Market Baby Rain Dogs/Russian Dance
On the Nickel
Christmas Card from a Hooker in Minneapolis
You can Never Hold Back Spring
Lucky Day
Innocent When You Dream
9th and Hennepin
Lie to Me
Eyeball Kid
House Where Nobody Lives
Make it Rain
Jesus Gonna Be Here
House Where Nobody Lives
Eyeball Kid
Make It Rain
Fannin Street
Come on up to the house
Gríðarlega öflugir tónleikar og verð ég að segja að þeir séu nokkuð ofarlega á listanum yfir þá betri sem ég hef séð.
En sökum hjákátlegra ferðaaðstæðna mína þá tók ég þá furðulegu afstöðu að taka Greyhound rútu til New York. Ódýrasti kosturinn og taldi ég það vera rómantískan og mjög svo "Tom Waits-legan" kost í stöðunni. Sú skoðun rann mjög hratt af mér. Rútan lagði af stað rétt eftir miðnætti frá Knoxville og eyddi ég næstu 18 klukkustundum í þessari !%!#$%&# rútu. Allt í kringum mig voru miðaldra þeldökkar konur á leið á kirkjuþing í New Jersey. Þeirra helstu áhyggjur voru að kirkjan þeirra myndi ekki geta flutt messu sökum fjarveru þeirra. Þar sem þau voru nú allar í Gospel kórnum.
View Larger Map
Þannig að sirka þrettánhundrum kílómetrum seinna um kveldmatarleytið á mánudeginumgÉg var að lenda svo í New York. Þreyttur, sveittur og agalega frústreðaður á þessum kristnu hefðarfrúm frá Chattanooga. Aldrei aftur.
Að vísu aldrei segja aldrei... Ég á nefnilega ennþá flug frá Knoxville til New York í lok júlí :)
og þannig lýkur lengstu færslu minni til þessa...
þangað til næst
Monday, June 30, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hermann minn.
Sýndu þessar sannkristnu frúr þér enga umhyggju? Þú hefur ekki verið nógu sólbrúnn eða krullhærður fyrir þeirra smekk eða hvað?
En þú ert þá búin að prófa Greyhound, ekki slæmt það. En þú verður að fá þér ábyrgan miðaumboðsmann eða hvað á að kalla hann. Það gengur ekki að ausa dollurum í allar áttir.
Knús
mammmmmmmmaþín
Blessaður haugur.. gaman að lesa bloggið þitt. 18 tíma rútuferð hljómar samt ekkert voða vel en vonandi var Tom Waits þess virði. farðu vel mig
Sæll þú áttir þessa rútuferð allveg skilið. slæmt að missa af þér á klakanum. Góða skemmtun Þinn Raggi
Elsku Hemmi minn. Ég var búin að gleyma hvað þú ert klikkaður. Vonandi batnar þér aldrei.
xxxTinyxxx
Post a Comment