Thursday, June 12, 2008

Hugur leitar heim...


Það flýgur að heimferð. Ég er að vísu enn að bíða eftir staðfestingu á því, en að öllum líkindum mun ég lenda rétt fyrir miðnætti á föstudagskveldi þann 20 júní. Á klakanum bíða mín tveir nýjir fjölskyldumeðlimir. Aníta Sólveig Friðjónsdóttir og Bella Elísudóttir. Það verður heldur ekki leiðinlegt að hitta gömlu fjölskyldumeðlimina...þótt ég hafi hitt þá áður.

Dvöl mín verður stutt þar sem ég flýg aftur vestur þriðjudaginn 24. júni. Hér er brot af því sem ég ætla mér að ná að gera :)

- Heiti potturinn í Kópavogslauginni
- Kjúklingarétturinn hennar mömmu
- Hitta Anítu
- Fram-Breiðablik
- Tala Íslensku
- Ættarmót á Stykkishólmi
- Þurfa að fara í peysu til þess að verða ekki kalt
- Big Daddy-Sha fjölskylduafslöppun
- Kveðjuathöfn fyrir Tercel-inn
- Morgunblaðið í blaðaformi
- Labba um í umhverfi sem ég þekki út og inn
- Roadtrip með bræðrum mínum
- Ristað brauð með smjeri og osti
- Fótbolti með almennilegum mörkum
- Útsýnið af Kársnesbrautinni
- "Landlord" heimsókn á háteigsveginn
....og síðast en alsíst, vonandi ná að hitta á vini og góðkunningja(að öllum líkindum verður laugardagskveldið tilvalið). Einhverjar uppástungur?

1 comment:

Anonymous said...

Hæ krúsímús.
Hlakka til að fá þig heim úr AMMMMIRÍKUNNI.
Knús og klem

uppáhaldsmammmmmmaþín