Í dag er nákvæmlega 1 ár síðan ég lenti á JFK og byrjaði að fálma mig um í New York.
Borgin hefur farið mjúkum höndum um mig og er skemmtileg tilviljun að mitt fyrirtæki (East Pleasant) vann í fyrradag 5 NYC Emmys. Vann ég þar eina styttu. Við vorum með 13 tilnefningar allt í allt en við unnum allar tilnefningarnar fyrir NYC Soundtracks.
Gleðin var rosaleg og var athöfnin á Marriot hótelinu á Times Square. Það er þó munur á NYC Emmy og hinum klassíska Emmy. Eins og nafnið gefur til kynna þá er NYC Emmy's lókal verðlaunahátið sem einbeitir sér að New York borg. Engin ástæða þó til þess að spila verðlaunin niður þar sem markaðurinn í NYC er í stærra lagi ;). Býst ég við styttunni sjálfri eftir 2 mánuði með nafninu mínu á henni.
Annars er það að frétta að á fimmtudaginn flýg ég til L.A. og mun dvelja þar í mánuð. Ástæðan fyrir flutningi mínum þangað er að fyrirtækið mitt er með útibú í L.A. og þeim vantar klippara til þess að klippa klukkutíma þátt. Verkefnið er "raunveruleikaþáttur" um 16 stelpur sem eru að berjast um sæti í strandblaks mótaröð. Það gerist ekki meira L.A. en það.
Er ég að vonast eftir því að geta leigt mér bíl í L.A. og keyra niður til San Fransico eina af helgunum sem ég er þarna.
Eftir mánaðarlanga dvöl mun ég svo fljúga til New York aftur þann 1. Maí. Sama dag og Hrefna og Ingvar lenda í New York þannig að lífið er tiltölulega ljúft þessa daganna.
Þangað til seinna...
Tuesday, March 31, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Hæ sonur.
Til hamingju með Emmy styttuna. Ég var spurður um hvort þú hefðir haldið ræðu og þakkað mömmu og BHS og/eða Kristjáni Ara fyrir árangurinn.
Kv pabbi
Til hamingu kæri vinur - í vissi að þú gætir þetta og myndir klófesta "dolluna" með glæsibrag:) Virkilega stoltur af þér.
Fyrir hönd okkar allra sem stuðluðum að þroska þínum í BHS
... og með kærri kveðju
Kristján Ari Arason
Glæsilegt Hemmi! Til hamingju með Emmy verðlaunin :D
Til lukku með þetta.
Ég held að það hafi ekki verið margir sem bjuggust við þessu fyrir sléttu ári, allra síst þú sjálfur.
Til New York með ekkert á milli handana.
Þetta er nettur "American Dream" fílingu.
Emmy er ekki svo slæm uppi í hillu,
meira segja nokkuð grounduð í lúkkinu.
Lætur mig vita þegar þig fer að vanta svínslega vel borgaðan loggara í vinnu ;)
Já til hamingju! Djöfull flott hjá þér á einu ári!!! Svo slóstu tvær flugur og slappst við kreppu hérna heima...
Það tók kanann ekki langan tíma að átta sig á hæfni þinni...þeir eru kannski ekki svo vitlausir eftir allt saman! Innilega til hamingju Hemmy! Glæsilegur árangur, vægast sagt.
Ps. Ef þú ræður Úlf þá kem ég með sem sérlegur aðstoðarmaður loggara. ;)
Til Hamingju Hemmi!!!
Nú vilja allir vera loggarar hjá þér- en ég vil vera bílstjórinn og við keyrum upp til San Fran og niður til LA.. svo er LAS Vegas ekki svo langt í burtu- ég er virkilega góður farastjóri..bestu kv kolla
Vá þetta er geggjað. Og Hollywood....líka...úfff. Eins og Úlfur sagði nettur "American Dream" fílingu þarna í gangi;)
Gangi þér vel og góða skemmtun :)
Til hamingju gamli :)
Innilega til hamingju með þetta !!! Ekki leiðinlegt að fara til L.A. . Þetta er glæsilegt hjá þér. Hafðu það gott gamli :
Kv. Auðunn
djöfull er ég ánægður með þig.. sá þessa frétt inná BHS,, tjékkit
http://bhs.is/skolinn/frettir/nr/748
Geðveikt, hjartanlega til hamingju með Emmy-í-inn. Kallinn að gera góða hluti. Kveðja, BOOGY.
Innilega til hamingju Hemmi - þetta er ekkert smá glæsilegt! Hafðu það sem allra best og gangi þér vel í LA :o)
Post a Comment