Sunday, November 30, 2008

Þakkargjörð

Er ég rita þessa færslu þá er þakkargjörðarhelgin að syngja sitt síðasta.

Við Íslendingar erum kannski ekki alveg að tapa okkur yfir þessari hátíð eins og má búast við, en þetta virðist spila ákveðna rullu í hugum Bandaríkjamanna. Þetta er stærsta ferðahelgin í Bandaríkjunum og New York borgin virðist hálftæmast yfir þessa helgi.
"Me & My Pumpkin Pie"

Ég að vitaskuld lagði mitt af mörkunum og bakaði mína fyrstu böku og ekkert minna en graskersböku(pumpkinpie) sem vakti feiknalukku. Fór ég í matarboð hjá Rob og Janette í Redhook (Brooklyn). Þetta var sirka 13 manns þar sem allir komu með eitthvað fyrir hlaðborðið. Máltíðin og félagsskapurinn var mjög góður. Fleiri myndir á féssíðunni minni. Það er að segja fyrir þá sem eru svo heppnir að vera digital vinir mínir, annað en bara analog vinir mínir.

"Íslensku ullarpeysu servíetturnar að gera góða hluti"

Svo til þess að fylgja formúlunni þá fór ég í bíó (stærsta bíóhelgi kanans, skilst mér) og sá Slumdog Millionaire. Feiknagóð fantasía/drama frá Danny Boyle. Mæli hiklaust með henni. Milk er svo næst...

Annars virðist allt benda til þess að maður komi heim yfir jólin 17.-29. des. Þannig að þetta verður það sama. Ginflaska tæmd á Þórsgötunni, maður settur í barnapössun næstu klukkustundir eftir það, svo jafnvel spilaður smá urban bolti og gripið í nokkur borðspil. Þið þekkjið þetta. Mikael Allan verður líka á skerinu þannig að það eru sannarlega jól. Jafnvel spjallað um kreppuna fyrst maður er á Íslandi.

Enda svo á einum gullmola sem féll mér í skaut við rölt um veraldarvefinn. Ef þetta fær þig ekki til að brosa út í annað og kinka kolli í takt synth-ana þá skal ég hundur heita...

2 comments:

Tómas Beck said...

DUDE!!! Ég verð heima um jólin!! JEYYYYY GAMAN

Anonymous said...

sé fram á góð jól á Kársnesbrautinni. Hlakka til að sjá þig gamli

Kv. Hjörvar